Profile
Blog
Photos
Videos
8. maí
Ræs kl 4 skelltum í okkur morgunmat og svo rölt að rútustöðinni þar sem við biðum ásamt fullt af turistum eftir fyrstu rútunni til að geta verið komin áður en allt fylltist af túristum i Macchupicchu. Þegar við komum vorum við með þeim fyrstu svo myndirnar okkar voru ekki skemmdar með túristum, fallegt umhverfi og mögnuð borg.
Fullt af llamadýrum á vappi og krúttlegir fuglar. Meðan við gengum um með Edgar fengum við að vita allskonar upplýsingar um borgina, ástæðan fyrir því að hún er svona heil en ekki annarsstaðar en í peru er að spánverjarnir fundu hana aldrei til að skemma hana. Á þessum tima var borgarastyrjöld svo allir sem bjuggu i macchupicchu höfðu yfirgefið borgina til að berjast i cusco. Konungurinn hafði dáið og voru synir hans að berjast til að komast til valda. Í þessari borg bjuggu aðallega nemendur og pilagrimar. Í þessari borg voru allskonarr hof sem voru mun vandaðri en hinhúsin. Eftir þrjátima af rölti og upplýsingum kvöddum við Edgar og röltum að Sungate sem er hinn eini sanni inngangur að Macchupicchu. Þar uppi sáum við yfir borgina og tókum myndir.
Eftir það lékum við aðeins við llamamdýrin og yfirgáfum svo Macchupicchu.
Daupþreytt settumst við á veitingastað í Aguas calientes og borðuðum og slöppuðum af. Rólegheit í bænum og svo lest til Ollantoytambo þaðan tókum við rútu til Cusco og plönuðum að hitta Tim og Marie sem voru með okkur í ferðinni að hittast í La Paz.
- comments