Puerto Iguazú, Argentina
5. júlí.
Eftir sæmilegan rútusvefn vöknuðum við og horfðum út um gluggann á þessi stóru háu tré allt í kring.
Þriggja tíma seinkunin varð meiri og við komumst að lokum til Puerto Iguazu kl 13:30, argentínu leikurinn byrjaður svo við hentum dotinu uppá hostel fórum í kjól og stuttbuxur þar sem við vorum loksins komin í aðeins meiri hita og fórum i hádegismat og horfðum a argentínu vinna belgíu 1-0 flugeldar trommur og flaut.
...