Profile
Blog
Photos
Videos
27. apríl
Morgunmatur á hótelinu og svo skype við foreldra heima. Tjekkuðum ut af hótelinu og heimilislaus þangað til í næturrútunni seinna um kvöldið. Röltum um bæin og borðuðum ljúffengar pizzu a ítölskum veitingastað.gengum fram hjá leðurskóbúð þar sem Arnar fann sjúklinga flótta skó, en þar sem við vorum ekki með nóg af peningum spurðum við um hraðbanka og ætluðum bara rétt,að skreppa, ekki gekk það jafnvel og við vonuðum og enginn hraðbanki vildi leyfa,okkur að taka peninga útaf kortunum okkar, ekki fyrr en hraðbanki númer 6. Loksins komin með peninga röltum við til baka í búðina og þá höfðu þær lokað svo engir fínir skór handa Arnari.
Þreytt og vonsvikin gengum við til baka uppá hotel og biðum þar eftir rútunni.
Leigubíll uppá rútustöð og snakkpoki í kvöldmat, ekki mikið úrval a sunnudagskvöldi á rútustöð.
28. apríl
Eftir nokkra tíma í rútu þurftum við að skipta um rútu í einhverju skritnu hverfi. I þeirri rútu hittum við spænska stelpu sem vildi endilega fá að prófa ukulele in okkar.
Landamærin voru rosa snyrtileg, eitt hús, tvær raðir fyrri röðin var út úr Ekvador og hin röðin inní Perú. Gekk hratt og örugglega svo við höfðum tíma fyrir klósett stopp áður en rútan fór.
Þessi rúta var svo þægileg að við sváfum alla leið til Mancora þar sem við áttum að vera komin kl 7 um morgun en af einhverjum stórfurðulegum ástæðum vorum við 3 klst á undan áætlun svo kl 4:10 sátum við fyrir utan hótelið sem við áttum bókað þó það væri ennþá lokað og biðum þar með allt dótið okkar að reyna halda okkur vakandi til að vera ekki rænd.
Eftir að hafa skipst a að sofa fyrir utan opnaði hótelið loksins um hálf sjö og við borguðum aðeins auka til að komast strax inná herbergi.
Eftir að hafa sofið í þrjá tíma í mjúkurúmi vorum við orðin rosa svöng og fórum og borðuðum brunch.
Röltum um bæinn, á ströndina og svo aftur uppá hótel að slappa aðeins af aður en við fórum og borðuðum grillaðan kjúkling í kvöldmat.
Skrúðganga útá götu þar sem afmælis söngurinn var spilaður aftur og aftur.
29 apríl
Rétt svo náðum hotel morgunmatnum sem var te bolli og brauð sneið á mann, hefði ekki verið það versta ef við hefðum sofið bara aðeins meira.
Pakkað niður og bikiníið fundið til þegar ég komst að því að það hafði ekki komið heilt til baka úr þvottinum á síðasta hóteli, það vantaði annað brjóstið á það.
Við skildum bakpokana eftir í geymslu a hótelinu og héldum af stað í áttina að ströndinni með stoppi i hverri einustu bikinibúð án árangurs, flottu bikiniin faranlega dýr og ljótu ekki sjens að eg myndi láta mig sjást í þeim.
Á ströndinni voru engar öldur svo við fórum ekki að surfa eins og planið hafði verið.
Keyptum okkur í staðinn band og perlur og settumst uppá hótel að búa til armbönd.
Rúta eftir kvöldmat til Lima í því sem á að vera lúxusrúta, verður spennandi að sjá hversu þægileg.
Yrsa og Arnar
- comments