Profile
Blog
Photos
Videos
Yrsa & Arnar á Ferðalagi
7. maí
Fórum í ziplining um morguninn, þar sem við fengum að hanga öfugt og allskonar á vírum fram og til baka yfir ána. I lokin gegum við svo á hengibrú sem ruggaði svakalega.
Næst var okkur skutlað að veitingastað inni dalnum þar sem við fengum hádegismat og þaðan var 3 tíma ganga eftir lestarteinum sem var ekki jafn skemmtileg og gangan daginn áður þar sem þetta var einhæft útsyni og bara flatt.
Eftir gönguna komum við til Aguas calientes þar sem við þurftum að ganga upp í gegnum allan bæinn á hótelið okkar. Þetta var erfiðasti parturinn af göngunni þar sem við vorum svo þreytt. Slöppuðum aðeins af á hótelinu áður en við fengum pizzu i kvöldmatinn.
- comments