Profile
Blog
Photos
Videos
30. apríl
Komum til Lima eftir 19 klst rútu, röltum til að kanna hvar rútan til Cusco fór og tókum því næst taxa uppá hótel sem var í rosafínu hverfi Miraflores, fullt af háhýsum og mollum. eftir að hafa skilað dótinu á hótelið og talað við mömmu arnars á skype röltum við um hreint hverfi og öruggt fórum við í bíó á Noa og svo uppá hótel að sofa.
1. Maí
Röltum í stærstu verslunarmiðstöðina í Miraflores sem var með rosa flott útsýni yfir hafið, þetta var úti koll með fáum búðum mest allt lokað eða rosa dýrt. Heitt kako og ís áður en við tókum rútu áfram til Cusco. 23 klst í rútu sem fór hlykkjótta vegi upp og niður. Kvöldmatur um borð í rútunni, kaldur kjúklingaréttur með hrísgrjónum. Söfnuðum og sváfum svo sem ágætlega í rútunni.
Yrsa & Arnar
- comments