Profile
Blog
Photos
Videos
2. maí Cusco
Þegar þægilegustu rútuferð ferðarinnar í gegnum fallegt umhverfi var lokið vorum við komin til Cusco 3300 metra yfir sjávarmáli. Taxi uppá hótel sem var í litlu húsasundi og vorum ekki alveg aö treysta bílstjóra um þegar hann sagði að við ættum að ganga þarna niður, en á endanum fundum við þetta fína hótel þar sem tekið var á móti okkur með coca te til að hjálpa okkur að venjast því að vera í þessari miklu hæð. Upp stigann á þriðju hæð móð og búin a því í þessu súrefnis snæða lofti.
Beint út aftur að borða, á leiðinni sáum við tvo Llama á rölti um bæinn en það yrðu sko ekki þeir síðustu sem við sáum.
Gengum og skoðuðum í búðarglugga þar sem var verið að selja mikið af ullarfötum og útivistardóti. Á leiðinni til baka uppá hótel sáum við baby llama í bandi.
Slappað af uppá hóteli áður en við fórum á þennan fína veitingastað í miðbænum þar sem við fengum bestu steik ferðarinnar. McFlurry í eftirrétt og svo að sofa.
3. Maí
Morgunmaturinn var egg og brauð með coca te og svo rölt út að stórum úti arkaði þar sem við keyptum coca lauf og minjagripi. Röltum þaðan á stað sem við héldum að væri moll en þar voru bara margar verslanir í einni stórri vöruskemmu. Gengum um hverfið sem var allt fullt af litlum ódýrum búðum og keypti ég mér eitt bikini og við fundum spotta til að búa til fleiri armbönd. Á leiðinni til baka gengum við framhjá manni gangandi um með hjólbörur fullar af þurrkuðum snáknum eðlum og fiskum.
Sáum líka kjötbuð með fullt af guineapigs en héldum áfram aftur inni bæinn og gæddum okkur á kjöti fyrir tvo sem var allt of mikið en rosa rosa gott nema nýrað.
Því næst settumst við í garðinn með ís og keyptum málverk af listanema að selja verkin sín.
Gáfum fatæklingi banana sem við höfðum keypt sem voru hrikalega vondir ur en við borðuðum hamborgara í kvöldmat.
4. maí
Morgunmatur og skype heim, tjekkuðum út til að skipta um hótel þar sem við gistum í 6 manna dorm herbergi, hent um af okkur töskunum og fórum út að leita að leðurvörum en fundum ekkert. Enduðum uppá hóteli að spjalla við herbergisfélagana meðan það rigndi svakalega. Um hálf sjö var fundur um ferðina þar sem við fengum að vita að við þyrftum að halda á bakpokumnun okkar allan tímann. Ætluðum að fara smakka alpaca steik en staðurinn var lokaður svo við enduðum á McDonald's til að geta drifið okkur aftur uppá hótel að pakka aftur í litla bakpoka.
- comments