Profile
Blog
Photos
Videos
17. Mars
Rútan stoppaði í miðbænum á verslunar götunni i Playa og nú var bara finna hótelið, höfðum eitthvað mislesið kortið svo það var ekki eins nálægt og við héldum.
En þarna vorum við gangandi um kvöld í hverfi sem við höfðum aldrei komið áður með allt dótið okkar og augljóslega túristaupplýsingar með bakpokana á bakinu.
Við komumst alla leið eftir 20 mín rölt í myrkrinu og tjekkuðum inn á þetta fína hotel, stórt Herbergi með eldhúsaðstöðu, sófa og borðstofu borði.
Skiluðum dótinu og hlupum útí supermarkaðinn sem við höfðum gengið framhjá til að kaupa eitthvað létt í kvöldmatinn og morgunmat fyrir komandi daga.
Rólegheit og svefn.
18. Mars
Röltum niðrí bæ, fundum spænsku skólann hans Arnars til að fa að vita hvenær hann ætti að mæta. Skoðuðum okkur um, Arnar hélt a litlum krúttlegum apa, skoðuðum í köfunarbúðir og settumst svo á La Aldea að fá okkur nachos og bjór. Sol, nýi uppáhaldsbjórinn minn, borinn fram með lime og ekki skemmdi að hafa fimm í fötu á þessum heita degi. Ljósmyndari kom til okkar og skellti á okkur Mexíkóhöttum og tók mynd af okkur, lét okkur svo í friði meðan við borðuðum en þegar hann kom aftur var hann með myndina af okkur í ramma og á tequila flösku. Við keyptum rammann og spjölluðum við hann um ferðalagið okkar, myndavélar og fleira. Allt á spænsku sem hann hrósaði okkur svo fyrir að tala vel.
Röltum meira um bæinn og svo afslöppun uppá hóteli.
19. Mars
Komum við í hraðbanka á leið niðrí bæ til að bóka köfun þar sem við vorum alltof spennt að komast í kaf.
Svo rölti eg a starbucks meðan Arnar for i spænsku skólann, 3 klst að Skoða á netinu og bíða geta verið mjög lengi að líða rn Arnar lærði fullt af spænsku a meðan svo það var gott. Borðuðum pizzu i kvöldmatinn og röltum svo heim a hotel.
20. Mars
Sváfum út og slöppuðum af, Arnar fór einn niðrí bæ í spænsku skólann meðan eg hafði það kósý heima að gera þrek og borða vínber.
Elduðum okkur pasta í kvöldmatinn og tókum til dótið okkar fyrir köfuninni morguninn eftir.
21. Mars
Ræs kl 7 og beint niðrí dive shop, Natalie tók á móti okkur og hjálpaði okkur að taka til dót, fara yfir kæfunarplan og útí bát. Fyrsta köfuninni var á kæfunarstaðnum Tortugas og eins og nafnið bendir til sáum við skjaldbökur, alltof töff, rosa nálægt og þvílíkt tignarlegar. Fátt sem toppaði skjaldbökurnar en sáum líka allskonar fiska t.d. risa Lion Fish.
Mikill straumur svo við þurftum varla að synda, bara fljóta og njóta.
Seinni kröfunni var á Sabalos, þar sáum við mikið af allskonar hópum af fiskum og gott visibility. Sáum fleiri skjaldbökur og komum mega sátt uppí bátinn eftir tvær góðar kafanir, þrátt fyrir það að hafa verið með splunkuný gleraugu svo það var mikil móða en ekkert til væla yfir, bara redda sér, hafa bara smá vatn i gleraugunum og þá var þetta ekkert mál.
Þegar við komum til baka fórum við yfir helstu fiska nöfn og fengum ráð til að losna við móðuna, brenna gleraugun að innan með kveikjara.
Tacos í hádegismat og rölt og rólegheit.
Í supermarkaðinn að kaupa kveikjara og kvöldið fór í að brenna silikonið innan af glerinu.
22. Mars
Vaknað snemma, hent í sig morgunmat og rölt niðrí dive shop. Toro, hress skemmtilegur náungi frá Chile, tók á móti okkur og hjálpaði okkur að taka til allt dótið. Fórum yfir planið og ákváðum að kafa á spænsku í þetta skiptið, lærðum ný orð og skemmstum okkur.
Röltum niðrá strönd og óðum útí bátinn, skipstjórinn hress naungi sem hjálpaði með allt.
Hálftíma sigling að Mama Viña, rúllaðuðuðum útí og fórum niður, sáum vel í allar áttir (brenndu gleraugun alveg að skila sínu) soldill straumur svo við flugum bara áfram að skipinu. Syntum þar í kring og inní, lítið að sjá þar inni nema klósett og nokkra fiska. Sáum risa Green Moray gapa og reyna gleypa allt i kringum sig.
Í seinni köfuninni fórum við á Sabalos, sama stað og í gær, allt öðru vísi köfun þar sem við vorum ekki með sama guigde og i gær og syntum þess vegna öðru vísi um rifið.
Í safety stoppinu å leiðinni upp sáum við tvo risa stóra feita Great Barracuda sirka 1,5m og algjörar hlussur.
Aftur til baka í dive shoppið að ganga frá dótinu, sátum svo úti og spjölluðum við Toro og annan gaur fra chile, fórum yfir köfuninni og alla fiskana sem við sáum. Ræddum um heiminn og geiminn og þar a milli, allt a spænsku auðvitað og skemmtum okkur.
Fórum og borðuðum hádegismat a stað sem þeir mæltu með, odyrt og fínt.
Merktum við alla fiskana, heila 55 nýja fiska :)
Rólegheit uppá hóteli og smá þrek.
23. Mars
Sofið ut og skype við mömmu og pabba. Súpa í hádegismat og rölt um bæinn, setið á ströndinni, horft á El Clasico á bar í bænum og komið við i búð a leið heim. Keyptum ljúffengar ólífubrauð til að hafa með kvöldmatnum.
24. Mars
Sofið út, tekið saman dótið, pakkað niður og rólegheit.
Ísgöngutúr og ukulele æfing
Hér er svo nýjasta vídjóið:
http://youtu.be/RRMYTXSOBJM
Yrsa & Arnar
- comments