Profile
Blog
Photos
Videos
17. Mars
Vöknuðu, eldsnemma og fengum amerískar pönnu kökur í morgunmat, tjekkuðum okkur út, skildum bakpokana eftir og röltum í strætó. Vorum mætt tímanlega til að skrá okkur inn og fa armbönd til að komast í bátinn og alla gleðina.
Fullt af fólki og 50 mín ferð til Isla Mujer.
Nokkrum risastórum öldum siðan og miklu kitli i maganum komumst við a fast land aftur.
Beint í björgunarvesti og útí sjó með höfrungunum Atena og America, hress gaur sem sá um okkar hóp hann Manuel. Fengum að klappa knúsa og kyssa höfrungana, þeir bæði drógu okkur áfram þar sem við héldum i bakuggana á þeim, og svo þar sem við lágum á maganum að láta okkur fljóta og þeir syntu að fótunum okkur, muninn undir ilina og ýttu okkar áfram með svo miklum krafti að við enduðum standandi uppúr sjónum og svo hættu þeir og við duttum flöt á magann. Skemmtilega öðruvísi en aðeins of dýrt þar sem við máttum ekki vera með okkar eigin myndavél en gátum borgað 150 bandaríkjadollara fyrir myndir af okkur báðum.
Hádegismaturinn hafði verið innifalinn í ferðinni og var það hlaðborð em var opið frá 12-16, aldeilis sem maður átti að borða.
Eftir matinn fengum við okkur einn drykk á barnum, eitthvað sem hann blandaði og sagðist hafa búið til, (ananaslíkjör, Blue curucao, klakar, appelsínusafi og sma gosvatn) ekkert sérstaklega góður og létum það vera að fá okkur fleiri.
Skýjað og ekkert svo hlýtt meðan vindurinn var svo við reyndum að sitja i skjóli, ekki skánaði veðrið þegar fyrst byrjaði að létt rigna og svo voru þremur og helli helli demba.
Allt fólkið komið undir skýli og að bíða eftir bátnum til baka, þegar við komum a höfnina hinummegin vorum við ekki a sama stað og við byrjuðum svo við rötuðum ekki neitt, hoppuðum uppí næsta strætó og komumst heim.
Þreytt, glöð og búin á því röltum við útá rútu stoð í rútu til Playa del Carmen þar sem við munum eyða næstu dögum.
Yrsa & Arnar & höfrungarnir
- comments