Profile
Blog
Photos
Videos
12. Mars
Eftir að haf pakkað niður dotinu okkar röltum við á næsta hótel. Ekki alveg jafn fínt en dugar alveg. Röltum meira um bæinn og slöppuðum af a kaffihúsi. Um kvöldið skellti Arnar sér svo á CrossFit æfingu meðan eg settist a barinn og fekk mér einn bjór. Wodbox, fín CrossFit stöð í miðbænum þar sem Arnar fékk þrjá tíma frítt og naut þess í botn að vera lyfta lóðum aftur.
Boðuðum kvöldmat a Wings, frekar dýr staður en þar var wifi sem nýttist okkur mjög vel.
Vorum að leita okkur að flugi til Cancun en allt uppbókað svo það leit út fyrir að vera 24 tíma rútuferð framundan svo nauðsynlegt að ná í nóg af leikjum og lesefni i ipadinn.
13. Mars
Morgunmatur a hótelinu þar sem hægt var að fa nachos í morgunmat, ásamt jógúrti, egg og beikon og ristað brauð með sykri. Lögðumst svo aftur uppí rúm að hvíla okkur meira.
Hádegismatur a mjög góðum stað þar sem við borðuðum ljúffengar tacos.
Röltum meira um og slöppuðum af, pökkuðum niður dótinu okkar þar sem við vorum buin að bóka rútu til Cancun 11 næsta morgun
14. Mars
Morgunmatur þar sem morunmatarhlaðborðið var næstum þvi tómt og þegar eg spurði hvort væri til Meira jógurt yppti hann bara öxlum og hristi höfuðið. Ristað brauð með smjöri og sama nánast var allt sem var til. Vorum ekki lengi að skella því í okkur, skrifum okkur svo niður að tjekka út, og þá mætum við í stiganum þjóni sem var með fullar hendur af jógúrti og öðru gúmmulaði.
Leigubíll á rútu stöðuna ekki nema 24 klst framundan í rútu svo við völdum að fara í rútuna sem var 4000kr dýrari en var með sjónvörpum, innstungu til að hlaða ipadinn og þægilegri sætum.
Við sáum sko ekki eftir því, mjög kósý sæti og fínar myndir í sjónvarpinu.
Tvö matar stopp a leiðinni þar sem í fyrra skiptið fengum við crepes með banana og súkkulaði með kanillatte, kvöldmaturinn var ekki jafn djúsí, heit langloka með skinki og osti.
15. Mars
Eftir ágætis svefn miðað við rútusvefn rumskuðum við kl 7 rútan stopp og næstum tóm.
Við vorum samt alveg róleg þar sem við áttum ekki að vera komin til Cancun fyrr en kl 11. Svo kom kona og byrjaði að þrífa rútuna, en rak okkur ekki út svo við kúrðum bara lengur.
Keyrðum inní rigningu um ellefuleitið sem boðaði ekki gott, eða allavega minni sól.
Vorum samt ekki lengi að keyra útúr rigningunni aftur og komast a rútu stöðina, þar fórum við í túristaupplýsingar til að finna hótel þar sem við höfðum ekki bókað neitt.
Tókum leigubíl a hótelið sem var rosa fínt og öðrivísi en við höfðum verið á áður.
Hent um af okkur dotinu, slöppuðum aðeins af áður en við röltum í Plaza las Americas fín verskunarmiðstöð þar sem við keyptum okkur hádegismat og röltum um að skoða. Á leiðinni til baka keyptum við okkur brauð og banana til að borða uppá hóteli i kvöldmat, orðin rosa þreytt og spennt að komast snemma í rúmið.
16. Mars
Sváfun út og yfir morgunmat sem var algjört klúður. Borðuðum brauð með banana i morgunmat og bókuðum svo ferð til að synda með höfrungum á morgun, það verður sko spennandi :)
Torta con carne asado y refresco í hádegismat fyrir okkur bæði á heilar 452kr isk, mjög fínt og akkurat það sem við þurftum til að fá orku fyrir sundlaugar tjill.
Yrsa & Arnar að njóta Mexíkó :)
- comments