Profile
Blog
Photos
Videos
9. mars
Pizza i kvöldmat og svo tjill uppá hóteli, ætluðum að reyna spfna en klúðruðum því algjörlega, svo við hörðum bara á sjónvarpið og slöppuðum af.
10. Mars
Tjekk át kl 03:00 og shuttle uppá flugvöll 03:30, svo við vorum mætt 3 tímum fyrr uppá flugvöll en ekki hægt að tjekka inn fyrr en 2 tímum fyrr svo við sátum i röðinni á eftir Bronco (fór á tónleika með þeim í paragvæ) hljóð mönnum með öll hljóðfærin og allskonar töskur og kassa.
Klukkutími er lengi að liða þar sem við höfðum ekkert náð að sofna og búin að vera vakandi í 20 tíma, fljót í gegnum öryggistjekk og allt lokað í fríhöfninni nema starbucks, svo við fengum okkur kaffi og meððí í morgunmat.
Dottuðum í fluginu en vorum ennþá mjög þreytt þegar við lentum í Mexíkó city.
Stimpluð inn og þá var bara byrja tala spænsku.
Byrjaði mjög vel þegar Arnar pantaði leigubíl fyrir okkur á hótelið meðan ég bara passaði töskurnar og beið.
Keyrðum í gengum fullt af götu mörkuðum og mis ríkt fólk a götunum.
Mjög fínt hótel sem við áttum bókað á góðum stað Howard Johnson Alameda.
Ákváðum að laga sólarhringinn og reyna halda okkur vakandi fram á kvöld með því að fara út að rölta.
Fjölbreytt mannlíf og allskonar götulistamenn.
Fundum okkur annað aðeins ódýrara hotel og bókuðum fleiri nætur þar sem Mexíkó city er forvitnileg borg.
Um kvöldið gengum við framhjá "payaso" trúð sem tókst að plata okkur til að kíkja á sýninguna með því að gera grín að okkur og spyrja hvaðan við værum.
Honum tókst að gera soldið grín að okkur og allir hlógu mikið, þegar hann var svo að kenna hvernig átti að dansa reggeaton dró hann mig uppá svið og dansaði við mig þar sem hann hélt í hendurnar á mér og rasskellti sjálfan sig með þeim. Allt sprenghlægilegt og endalaust hlegið.
Fórum snemma uppá hótel að sofa
11. Mars
Vök urðum í rólegheitum og fundum til BCDið hans Arnars sem við ætluðum aða senda heim, röltum á pósthúsið og redduðum því öllu á spænsku.
Hádegismatur og rölt um Catedral, Casa de bellas artes, og verslunargötuna þar sem mesta mannlífið er.
Ég gerði svo þrek uppá hóteli meðan Arnar prófaði CrossFit hér í götunni, kom heim sveittur, glaður og búinn á því og svo stoltur að hafa getað skilið spænskuna á æfingu.
Boðuðum kvöldmat út á götu "Torta Italiana" einskonar panini brauð fyllt af allskkonar gúmmulaði.
Gott og ódýrt 500kr fyrir okkur saman :)
Rólegheit uppá hóteli enda bæði búin á því í fótunum eftir æfingar dagsins.
Yrsa og Arnar
- comments