Profile
Blog
Photos
Videos
16 maí
Vöknuðum hálf sjö skelltum i okkur smá jógúrti og fórum svo út í eininguna niður að kaffi staðnum til að hitta samstarfsfélagana. Þar sem við vorum ekki að vinna saman biðu okkar mismunandi verkefni, ég fór og fyllti fötur af bönönum og papaja og svo fyllt uppí með vatni til að skola. Fórum og sótt um "api" sem er þunnur hafragrautur settur í flöskur til að auðvelda okkur að bera það á milli staða. Enn var grenjandi rigning og hún ekkert að minnka svo mikið var að þegar við fórum yfir götuna flæddi næstum inní stígvélin okkar. Ég er að vinna með 3 strákum Jeremy, David og Kim, hressir og skemmtilegor strákar. Þegar við vorum búin að gera allt klárt settu,st við niður og þeir borðuðu morgunmat og við spjölluðum við hina krakkana. Þar sem það var grenjandi rigning lögðum við ekki af stað 7:30 eins og er venjulega gert heldur biðum við til rúmlega 8 til að sjá hvort það myndi eitthvað stytta upp. Það gerðust ekki svo við gengum af stað upp hæðina í grenjandi rigninu, óðum á, stúlkum yfir bolla, stúlkum í leðjusvaði og klifruðum upp í drullumalli. Eftir 25 mín göngu upp vorum við komin í "Spider monkey paradise". Strax tóku á móti okkur aðar þar sem þeir vissu að við værum með mat. Ég var minnt á að vera ekki hrædd þó einhver þeirra klifraði á mig og ég ætti bara að ganga áfram. Við komum að nettu járnbúri þar sem við fórum inn og lokuðum og læstum á eftir okkur. Aðvaranir mættir fyrir utan og biðu spenntir eftir morgunmatnum. Meðan Kim og David fóru og hleyptu öpunum útúr búrunum (5apar inní búrum en 25 frjálsir á svæðinu) skárum við niður banana og ég fékk að heyra aðeins um hvaða apa ég mætti ekki tala við strax og frá Danielito Capuchin apa sem er rosalega agressívur bara við stelpur, svo agressívur að ég má ekki fara alein með kúkafötuna til að grafa kúkinn ( það er víst eitt að leiðinlegustu verkefnunum svo ekkert hrikalegt að missa af því)
Fórum útur búrinu og dreifðum banönum í skálar út um allt svæðið þar sem sumar voru á jörðinni og aðrar á talíum svo við gátum dregið þær hátt uppí tréin.
Eftir að hafa gefið þeim banana og api fórum við ímað þrifa burin 3 sem eru þarna. Mokuðum upp skítnum og skoluðum gólfið. Svo tók við smá pása sem venjulegs fer í að leika við apana en þar sem það var ennþá grenjandi rigning sátum við inní skjóli í búrinu okkar og aparnir úti einhversstaðar í skjóli. Gáfum þeim hnetur í tíu kaffi og gengum svo um svæðið að tína upp bananahýði og hnetuskurnina. Skárum niður papaja til að gefa þeim í hádegismat og dreifðum í skálarnar. Eftir að hafa gefið þeim hádegismat gengum við niður á kaffi staðinn og fengum okkur hádegismat sjálf. Þá hitti ég Arnar aftur í fyrsta skipti síðan um morguninn og fékk að vita aðeins frá hans degi: hann var beisiklí að leika sér við apa allan daginn, baby apa, Capuchin apa þar sem hann vann með dýra lækninum að hugsa up dýrin sem eru nýkomin á svæðið og verið er að fara yfir hvernig umönnun þau hafa verið í. Arnar skemmti sér að leika við apa sem skemmdu regnponsjóið hans og klóruðu smá.
Eftir matinn tókum við fleiri api flöskur og kvöldmatinn þeirra, tómata, gulrætur, gúrkur og baunir með okkur upp. Fyrst gáfum við þeim ávöxt í drekkutima og skárum svo niður allt grænmetið. Með smá pásu í búrinu okkar til að ræða apana og fara yfir daginn sátum við og slöppuðum af. Dreifðum úr kvöldmatnum þeirra um 4 og stoðum úti, spjölluðum og fylgjumst með öpunum, þegar Horayo stærsti karlkyns apinn á svæðinu : alfa male nálgaðist okkur var eins gott að virða hann og forða sér frá honum svo þarna gengum við í hringi i smástund til að vera ekki fyrir honum. Fylgdu st með catonim dýrunum borða upp afgangana og minnka þannig fyrir okkur tiltektina. David settist á eina tunnuna og þá kom Mikaela einn apinn og klifraði i fangið hjá honum og knúsaði hann meðan hann klóraði og knúsaði til baka. Þar sem eg stóð hlíðiná klifraði hún til mín og knúsaði mig líka. Yndislegt móment svona fyrsta daginn.
Týndum upp baunahýði og fleiri matarafganga gengum frá ruslinu fylltum skálarnar af apí sem allir aparnir trylltust yfir kláruðu hvern einasta dropa með þvi að sleikja skálarnar. Þvoðum Skálarnar, tókum ruslið og gengum til baka þar sem við sápuþvoðum tunnurnar og gengum fra bakpokumum og þá var fyrsti vinnu dagurinn búinn.
Búin á því settumst við á kaffi staðinn og ræddum um daginn áður en ég og Arnar fórum inní bæinn að borða kjúkling i kvöldmatinn.
- comments