Profile
Blog
Photos
Videos
14. maí
Tókum leigubíl uppá rútustöð þar sem við keyptum ódýra miða til Cochabamba í hinni finustu rútu í 9 klst. Komum um kvöld og lítið að gera annað en að hendi inna hotel og finna kvöldmat. Fórum a lokal stað og borðuðum agætismat og svo beint i háttinn þar sem við áttum rútu kl 9:00 daginn eftir til Villa Tunari.
15. maí
Þar sem rútan átti að fara kl níu var búið að segja okkur að vera mætt 8:30 svo 8:20 vorum við mætt þar sem umferðin var ekki jafn mikil og ferðin því fljótari en uppá hótelið daginn áður. En tíminn leið og þegar klukkan var 8:50 og við buin að spyrja billjon sinnum um rútuna var okkur gat að sitja brá róleg þeir myndu ná í okkur. Ekkert gerðist og tíminn leið, fimm mín í tíu vorum við látin hlaupa að öðru rútu fyrirtæki, miðunum okkar skipt og við inní rútu Loksins!
Keyrðum í 5 tíma á krókóttum vegi upp og niður þangað til við vorum komin til Villa Tunari. Þar borðuðum við hrísgrjón og kjöt hjá mjög almennilegum manni fyrir 300 kr manninn, skammtarnir samt nógu stórir til að borða einn saman.
Röltum yfir brúna að Parque Machia - Inti Wara Yassi þar sem við ætluðum að fá að vinna með villtum dýrum.
Þar röltum við um garðinn meðan við biðum eftir Mörtu, sem sá um sjálfboðaliðastarfið og enduðum inni a skrifstofu hja henni að fara yfir reglur og hvar við myndum vinna.
Við vorum bæði mest spennt að fá að vinna með öpum en planið sem var i boði ve að Arnar færi að vinna með björninum Balu og eg myndi fara vinna með fuglunum og mögulega Capuchin öpunum eftir tvær vikur. En hún var að fara a fund og ætlaði að láta okkur vita eftir það nákvæmlega hvernig þetta yrði.
Við gengum ut ekki alveg sátt en ákváðum að peppa okkur uppí þetta og njóta hvernig sem þetta færi.
Eftir fundinn kom hún út og allt hafði breyst, ég átti að vinna með Spider monkey og Arnar í clinic með Capuchin öpum.
Röltum útí bæ og keyptum okkur jógurt og kex og fórum svo að sofa
- comments