Profile
Blog
Photos
Videos
30. maí
Skemmtilegur sólar dagur í dag. Tókum til morgunmat og hádegismat fyrir apana (banana og papaja) og borðuðum morgunmat sjálf. Gangan upp gekk hratt og vel og allir sveittir eftir gönguna í hitanum. Ég og Jeremy tókum apana útur búrunum og settum á runnerana sína, 4 apar sem eru bundir á daginn á einskonar zipline svo þeir geta farið út um allt en ekki flúið. Apí (þunnur hafragrautur með próteindufti og einhverju auka gumsi) og svo bananr í morgunmat, þrifum búrin, tókum til á svæðinu, skárum niður tíukaffið (bananar) og hádegismatinn (papaja) og lékum svo við apana eftir að hafa gefið þeim bananana.
Engra einn apinn á runner er voða skemmtileg og veit hvað hún vill, hún labbar til manns tekur í hendina á manni og lætur mann setjast niður með sér, svo bendir hún á staðina þar sem á að klóra henni og kemur sér vel fyrir í fanginu á manni, ef maður hættir að klappa eða notar ekki báðar hendur tekur hún í hendina á manni og meldir manni við efnið. Mikaela er meiri knúsaði og finnst alltí lagi að sitja bara hjá þér og kúra. Fullt fullt af öpim(28) og misjafnir eins og þeir eru margir, karlkyns apana eigum við ekki að leika við nema einn Ignacio, hann er eini karlkyns sem er á runner og er mjög afslappaður og hvílir sig bara hjá þér þegar þú ferð til hans. Eftir hádegismat, þegar við vorum buin að ganga niður borða ná í meiri mat fyrir apana og komin upp aftur gáfum við þeim arikuma í kaffitíma, lítur út eins og sæt kartafla að utan en ljóst að innan og bregðast eins og vatns mikið epli. Mjög gott á heitum dögum þar sem við settum nýtt hraðamet í göngu upp hæðina 13 mínútur og við svitnuðum endalaust mikið. Lékum Meira við apana og þar sem ég og Anja sátum að spjalla við hvor aðra og apana kom Lulu Capuchin api sem er villt þarna á svæðinu og borðar allraf með spidermonkeys hún sat hjá okkur og lét okkur klappa höndunum, rúlla lauf lönd til að borða og fleira. Hún settist í fangið á mér og hljóp fram og til baka um svæðið að ná í arikuma til að borða og gefa mér bita á milli, svo þegar arikumað var búið hjálpuðumst við að rúlla lauf blöð til að borða og hún mataði mig af skítugum laufblöðum og rosa ánægð. Eftir matartímann hreinsaði hún í mér tennurnar, hreinsaði hár og neglur og svo sleikti hún á mér háls og eyru svo ég væri nú örugglega hrein og fín, eftir þennan dekurtíma lagðist hún svo i fangið a mér og leyfði mér að klappa sér. Þegar ég sagði svo "vamos" eins og við segjum við spidermonkeys þegar við viljum standa upp hélt hún að ég væri að meina að pásan væri búin og for að hreinsa á mér hárið betur. Þegar eg var orðin hrein og fín greiddi eg henni með flugu sem eg hafði kramið af þvi hún var i auganu a mér og Lulu labbaði i burtu voða sátt.
Gáfum kvöldmat (baunir, gulrætur, rauðrofur, gúrkur og tómatar) settu,öm apana inní búrið og ég gekk með Morocha inn í búrið sem er einn klikkaðisti apinn á svæðinu, hún beit mig annan daginn minn en í þetta skiptið gekk hún með mér inní burið án þess að reyna neitt. Apí aftur og svo gengum við niður og korter í sex var dagurinn okkar búinn. 11 klst vinnu dagur ekki slæmt, nóg að gera og mest skemmtilegt :)
Alltaf jafn gaman að sitja a kaffi staðnum með hinum sjálfboðaliðunum og hlusta á sögur dagsins.
Borðuðum afganginn af portúgölsku eggjunum í kvöldmat, við 5 sem búið um í sama húsi skiptumst á að elda og stundum út að borða til að reyna spara svo í gær gerðum ég og Arnar þennan ljúffengar mat sem allir voru rosa sáttir með sem var gaman því þau voru að smakka í fyrsta skipti réttinn. Spjallað og tjill að og snemma í háttinn þar sem dagarnir byrja snemma og nauðsynlegt að vera með nóg af orku.
- comments