Profile
Blog
Photos
Videos
4. Apríl
Borðuðum á Argentinian Grill rosa góðan grillaðan kjúkling. Fórum a djammstað til að dansa sem var fullur af strákum í sundskýlum berum af ofan sem skiptust á að dansa eins og furðu fuglar og hoppa útí sjóinn. Dönsuðum aðeins og fórum svo uppá hótel að sofa.
5. Apríl
Pakka niður og út að kaupa morgunmat.
Banana crepes og burrito,rólegheit fram að hádegi þegar við fórum ut a flugvöll tjekkuðum okkur inn og fengum okkur kaffi meðan við biðum eftir Chris að borga flugvallar skattinn. Inn í gegnum öryggis hliðið þar sem við þurftum að fara ur flip flopsunum en allt gekk vel og við borðuðum afganginn af morgunmat um meðan við biðum eftir fluginu.
Röltum útí flugvél þar sem komist fyrir 30 manns og ein flugfreyja. Fengum brauð með skinki og osti og að drekka. Teguicigalpa birtist fyrir neðan okkur risa stór borg dreifð út um allt a milli fjallanna. Að komast útaf flugvellinum tók enga stund og við komin útí rútu áður en við vissum af. Stoppuðum í supermarkaði til að kaupa okkur kvöldmat þar voru sko slemmtiatriði. Hljómsveit inni sem spilaði og ríkti um með dansaði sem dansaði við. Allskonar tilboð og hægt að smakka allskonar gúmmulaði. Fyrir utan var reykspóla keppni þar sem gaurar a mótorhjólum kepptust við að gera allskonar munstur a stettina.
Áfram hélt rútuferðin sem varð klukkutíma lengri en gert var ráð fyrir. En 00:00 vorum við komin á hotel posada del doctor dauð þreytt og glöð að komast uppí rúm.
Yrsa & Arnar
- comments