Profile
Blog
Photos
Videos
1. Apríl
Eftir að hafa gengið um bæinn, keypt nesti fyrir rútu ferðina til Roatan, setið á kaffihúsi og farið yfir dagbók 1 sem er nú orðin full af skemmtilegum sögum og yfirliti í tölum.
Í lok dags 31. Mars var staðan svona:
129 dagar
3096 klukkustundir
13 lönd
44 borgir
47:55 klukkustundir í flugi
206:15 klukkustundir í rútu
28 bjór tegundir
42 hótel
117 fiska tegundir
Og fullt fullt af skemmtilegum mómentum, grettumyndum og endalaust af gleði.
Borðuðum taco í kvöldmat hjá götusölumanni og sátum á gangstéttar kantinum og borðuðum þennan ljúffenga sterka mat. Pakka niður og rólegheit uppá hóteli, mæting í rútu 5:30 svo eins gott að fara snemma i háttinn.
2. April
5:15 vöknuðum við til að kasta á okkur bakpokum og í okkur banönum. Röltum niður brekkuna þar sem beið eftir okkur fallegur gulur school bus. Frekar kalt a leiðinni þar sem gluggarnir voru opnir og ekki það hlýtt úti en það hlýnaði eftir því sem leið a ferðina og rútan fylltist meira. Þegar öll sætin voru full voru bara plastkollum bætt við í gang veginn svo fleiri gætu setið. Eftir 4 klst vorum við komin til San Pedro þar sem við skiptum um rútu, aðeins þægilegri rúta þar sem hægt var að halla sætunum aðeins.
Borðuðum brauð með osti og malakoff i hádegismat og chili-hnetur í eftirrétt.
Eftir 4,5 tíma í viðbót í rútu vorum við komin a bryggjuna þaðan sem ferjan fór, biðum þar í klukkustund áður en við settumst efst a batinn. 1,5 klst af stórum öldum, vindi og salti í andlitinu. Hálftíma rúta að hótelinu og beint ut að borða, kjúklingur og salat og límonaði með.
Rölt um bæinn að fá að vita helstu mikilvægu staðina. Uppá hótel og beint að sofa enda dauð þreytt eftir langan dag í rútum.
3. Apríl
Sváfum til tíu og borðuðum beyglur, smoothie og ávexti i morgunmat. Bókuðum köfun og skoðuðum i köfunarbúðir. Þvoðum þvott slöppuðum af og gerðum okkur reddý fyrir köfun.
Tæplega klukkutíma köfun á Moonlight með rosa gott útsýni 25 m T.d. Rosa flottan scorpion fish.
Sturta og svo a barinn að drekka frozen daquiri og horfa a sólar lagið.
Borðuðum a Cannibal bar risa quesadilla. Spjall og rólegt kvöld.
4. April
Brauð með nutella i morgunmat og water taxi a west bay ströndina. Snorkluðum þar og röltum um og tókum svo taxi til baka. Sáum fullt af fiskum liggur við Meira en i köfuninni.
Flameback angelfish
Blue Tang intermediate
Palometa
Keeltail Needlefish
Yellowtail snapper
Yellowtail Damselfish
Indigo Hamlet
Red Hind
Harlequin Bass
Candy Basslet
Atlantic Creolefish
Queen parrotfish
Princess parrotfish
Redtail Parrotfish
Yellowtail Parrotfish
Redband Parrotfish
Rainbow Parrotfish
Longspine Squirrelfish
Sharknose Goby
Yellownose Goby
Bluestripe Dartfish
Eyed Flounder
Spotted Scorpionfish
Atlantic Trumpetfish
Honeycomb cowfish
Scrawled filefish
Spotted drum juvenile
Svo bara afslöppun uppá hóteli og erum a leið ut að borða eftir smá.
Yrsa & Arnar
- comments