Profile
Blog
Photos
Videos
6. Apríl
Vöknuðum kl 7:00 eftir alltof lítinn svefn til tjekka okkur út og borða morgunmat. Nú var komið að því Arnar orðinn alltof spenntur að fara Volcano boarding, ég ekki alveg nógu vöknuð til að vera jafn spennt. Ristað brauð egg og vatnsmelóna í morgunmat og svo rölt á ferðaskrifstofuna. Þaðan var klukkutíma rútuferð að fjallinu Cerro Negro, yngsta fjall Nicaragua, gaus síðast 1999 en sprengingar í nýjasta gígnum fyrir 3 mánuðum. Klukkutíma ganga upp í miklum vindi og sandfoki. Okkur til mikillar gleði fengum við sma egoboost þar sem við gengum hraðar en hópurinn og leiðsögumaðurinn sendi okkur a undan svo við þyrftum ekki alltaf að vera stoppa, við greinilega ekki í svo hrikalegu formi eftir allt.
Þá var að græja sig, hnéhlífar, olnbogahlífar, heilgalli og gleraugu. Rosa fín í gulu og grænu tilbúin að renna okkur niður fjallið. 45 gráðu halli á litlu trébretti niður 700m brekku. Allir niður miklu hraðar en á leiðinni upp. Aska út um allt og allir þreyttir til baka í rútunni.
Þegar við komum til baka á hótelið ætluðu allir i sturtu en þá var vatns laust svo við fórum skítug útað borða og svo af stað í rútu til Grenada.
Yrsa & Arnar
- comments