Profile
Blog
Photos
Videos
31. Mars
Vöknuðum snemma, uppá pósthús að senda minjagripi og pússl heim. Kíktum til læknis til að fullvissa okkur um að rabies smitaðist ekki með þvi að hundur sleikti sár og gengum mjög sátt út og hætt að hafa áhyggjur. Borðuðum crepes með banana jarðaberjum og nutella i brunch og keyptum croissant i næsti fyrir rútu ferðina.
Rútuferðin var ekki svo lengi að líða, spjölluðum, dottuðum og slöppuðum af í 6 klst þangað til við komum að landamærunum.
Landamærin gengu mjög hratt og allir komust heilir yfir til Honduras. Korter rúta til Copan ruinas og tjekk inn a hotel brisas de copan. Kósý hotel og allir saman út að borða a ViaVia.
Góður matur burrito og grillaðar kartöflur.
Hressir krakkar mikið spjall og fullt af upplýsingum um alla í flöskustút.
1. Apríl
Þegar við vöknuðum var mars horfinn og við borðuðum morgunmat með fólkinu sem var að frá Skoða rústirnar, lítill krúttlegur staður og fínn matur.
Marvin var leiðsögumaðurinn okkar um rústirnar og hann vissi sko alveg fullt og var mjög hress.
Mikið af rústum, sumt var búið að endur byggja en annað var ennþá bara steinhrúgur.
Kjuklingaborgari í hádegismat og rölt um bæinn og slappað af.
Á morgun förum við svo til Roatan og þar ætlum við að reyna kafa :)
Yrsa & Arnar
- comments