Profile
Blog
Photos
Videos
10. júlí
Morgunmatur og klárað að pakka, taxi uppá flugvöll sem var pínulítill og ekkert að gera nema bíða eftir fluginu. Leikir í pöddunni og lesefni var með þar sem við erum nú komin með smá reynslu af biðum á flugvöllum.
Flogið til Sao paulo þar sem við milli lentum og biðum eftir næsta flugi áfram til Río.
Þegar við vorum lent i rio eftir stutt og gott flugþjóna og lúxus þjónustu var næst að koma ser a hótelið, leigubíll var rosadýr svo við ákváðum að taka strætó á metro stöðina og metro þaðan, nema metroið for ekki alla leið að hótelinu svo við ætluðum bara að taka leigubíl þaðan. Komin mun nær og ætti ekki vera næstum jafn dýrt. Svo við spurðum hvar væri taxa stopp og gengum af stað, átti bara að vera á næsta horni sem reyndist vera hálftíma í burtu. Þegar við komum a hornið var bara lokað moto taxi stopp sem var lokað. Við reyndum að veifa og veifa taxa en enginn vildi stoppa, það kom að okkur lítill strákur og sagði okkur að það væri betra að fara aðeins inn götuna og standa þar, þó við treystum honum ekki alveg ákváðum við að reyna á það. Það stoppaði einn leigubíll og sagði þo hann gæti ekki tekið okkur ættum við að standa þarna og bíða. Nokkrum mínútum seinna kom hann til baka og sagði að hann gæti ekki skilið okkur eftir i þessu hættulega hverfi, svo við hoppuðum uppí og spjölluðum við hann á portúgölsku þangað til við komum að hótelinu þar sem hann hrósaði okkur fyrir að tala goða portúgölsku og óskaði liggur góðs ferðar.
Þakklát fyrir að vera komin uppá hotel og úr hættulega hóruhverfinu hentum við af okkur töskunum og fengum okkur pizzu a veitingastaðnum horninu.
11. júl
Vaknað í rólegheitum um 11 og svo var Meira vesenið að ná að bóka næsta gististað. Vorum búin að finna íbúð til að leigja með Karen og Liam (áströlsk sem við kynntumst í bólivíu) ekki laust alla dagana en a endanum vorum við komin með gistingu til 19. júlí og þá var haldið ut að finna hádegismat. Rölt um hverfið, ég keypti mér bikiní þar sem framundan voru dagar á ströndinni.
12. júl
Tjekkuðum okkur útaf hótelinu og tókum strætó til að komast að íbúðinni, þar sátum við á kaffi húsi og borðuðum Pão do quijo og drukkum Guarana. Þegar við komumst inn í íbúðina var hún ekki alveg jafn flott og á myndunum en þar voru tvö rúm, eldhús, klósett og wifi, ekkert Meira sem við þurftum svo við slöppuðum af og biðum eftir Liam og Karen sem voru að koma úr rútu frá Foz do Iguacu, rútan þeirra seinkaði um tvo tíma en þegar þau voru komin og búin að fara í sturtu skelltum við okkur á copacabana ströndina að horfa á brasilíu- Holland. Fullt af fólki en lítil stemming þar sem verið var að spila um þriðja sætið.
Nokkrar Caipirinha á ströndinni og svo farið á pizza stað á leiðinni heim og þar héldum við áfram að drekka Caipirinha og spila og spjalla.
13. júl
Þegar við vöknuðum voru Liam og Karen vöknuð og byrjuð að gera morgunmat svo við fengum morgunmat í rúmið, eggjabrauð jógúrt og kaffi. Rólegheit þangað til við fórum niðrá copacabana um hádegi til að reyna komast inná fifa fan fest til að horfa á leikinn. Þegar við komum var röðin rosa löng og við ákváðum samt að láta reyna á það og stóðum í kremjunní með öllu hinu fólkinu. Nokkrum mínútum síðar var röðinni lokað og við með þeim síðustu sem komumst inná svæðið. Skoðað í alla bakpoka og allir drykkir teknir af öllum. Hlutföllin af fólki sem var mætt til að horfa á leikinn voru 94% argentínubúar 3% þjóðverjar og 3% bland af allskonar fólki svo stemmningin var svakaleg og "allir" héldu með argentínu og sungu og klöppuðu og fagnaðarlætin þegar Argentína skoraði voru svakaleg en vonbrigðin líka þegar markið var dæmt af. Þegar þjóðverjar skoruðu a loka mínútunum voru fagnaðarlæti hjá þjóðverjunum en argentínubúar byrjuðu að gráta.
Uppí íbúð og svo útað borða a mexikönskum stað mjög góður og allir búnir á því eftir langan dag í sólinni og tilí að fara sofa.
14. júl
Egg og brauð i morgunmat og svo göngutúr að jesústyttunni, samkvæmt google átti þetta að vera sirka 45 mín og ekkert mál, þegar við vorum komin að garðinum sem við áttum að rölta í gegnum til að komast að göngustígnum stóð að gangan tæki 1,5 klst en við ákváðum að það væri ekkert til að stoppa okkur. Eftir göngu i gegnum garðinn komum við að byrjun göngunnar þar sem við þurftum að skrá okkur inn, meðan við biðum í röðinni og skoðuðum kortið öá stoð að gangan ætti að vera rúmlega tveir tímar en upl héldum við í meira krefjandi göngu en við bjuggumst við, klifur með keðjum, drulla og lestarteinar. En upp komumst við og þaðan var útsýnið geggjað. Á leiðinni niður sáum við fullt af öpum í skóginum og einn frekar lítinn se, var mjög nálægt okkur, Arnar ákvað að prófa gefa honum nammi og um leið og apinn heyrði skrjáfið í bréfinu og sá það þá stökk hann í áttina að okkur svo við hlupum niður og i íbúðina í sturtu.
Kíktum í eitt moll sem var lítið og ekki neitt svo við fengum okkur mat og uppi íbúð aftur a barinn okkar að drekka Caipirinha og spila.
15. júl
Gengum í kringum vatnið áður en við tókum leigubíl að hinni íbúðinni sem var i 5 mín göngu fjarlægð frá ipanema ströndinni. Hentum af okkur dótinu og skelltum i þvottavél áður en við fórum ut að borða. Kíktum á ströndina en sólin farin á bakvið háhýsum enda klukkan orðin fimm. Fórum í supermarkaðinn og vorum með kósý bíó kvöld í íbúðinni þar sem við vorum með risa sjónvarp.
16. júl
Strandardagur og rólegheit, lúxus morgunmatur og samlokur í nesti á ströndina, enduðum svo pasta í kvöldmat.
17. júl
Ströndin og röltum í mollið að skoða og tjilla, keyptum okkur risa pizzu i kvöldmat sem við tókum með uppá íbúð og bjuggum okkur til hvitlauksbrauð með.
Rólegheit og gaman.
18. júl
Snemma á ströndina enda síðasti strand dagurinn, komin á ströndina um tíu og lágum þar og lékum okkur í sjónum. Fórum til baka uppá íbúð til að taka skype og pakka og gera okkur reddý til að fara a Sugarloaf mountain til að sjá sólsetrið þaðan og útsýnið yfir borgina í murkrinu. Metro- leigubíll og þangað vorum við komin þegar við sáum verðið 3700kr á mann sem okkur fannst alltof alltof dýrt. Enduðum á að fara til baka að ipanema,a beach, ætla á barinn sem var lokaður svo við fórum uppá íbúð að borða og drekka áður en við fórum í kvöldísgöngutúr.
19. júl
Vöknuðum snemma og borðuðum morgunmat, skype við mömmu og pabba og hvað það var gott að kveðja og vera ekki að plana næsta skype heldur "sjáumst á flugvellinum" þetta er ap styttast og í dag var síðasta langa rútuferðin framundan. Tókum metro niðrí centro til að komast á rútustöðina sem við gátum ekki fundið í fyrstu og spurðum löggu sem fylgdi okkur,yfir götu a rauðu ljósi og veifaði í leigubíl fyrir okkur. Við þökkuðum fyrir og lögan fór, þegar við síðan töluðum við leigubílstjórann vildi hann ekki skutla okkur svo við ákváðum að rækta af stað eftir korters rölt með bakpokana ekki viss hvort við værum að fara rétt pikkaði leigubíll okkur loksins upp og við komumst á rútustöðina. Þar var engin bein rúta til Asuncion nema daginn áður og daginn eftir. Við of þreytt og pirruð og ekki að nenna þessu þar sem enginn hraðbanki virkaði og við gátum ekki tekið rútuna sem við vildum þar sem þau tóku ekki við korti, enduðum við á að taka rútu til Foz og ætla svo bara rödd okkur þaðan. Rútan tók 24 klst þangað í frystiklefanum sem stoppaði alltof alltof oft. En við náðum að dotta smá inná milli þess að reyna hlýja okkur þrátt fyrir að vera í fullt af fötum með teppi.
- comments