Profile
Blog
Photos
Videos
20. júli.
Vöknuðum með frosnar tær í ískaldri rútunni en þeim mun nær landamærunum en þegar við fórum að sofa. Stutt pissustopp þar sem við nýtt um sólina til að hlýja okkur áður en við færum aftur inn i frostið. Hólar og grasi grónar hæðir þutu framhjá gluggunum og við rosa spennt að komast á leiðarenda út í sólina úr rólega frystiklefanum okkar.
Þegar við komum til Foz var fyrst að fá sér smá mat þar sem við vorum ekki búin að borða neitt nema einn doritos snakkpoka síðan í morgunmat í gær.
Skelltum í okkur mat og athuguðum með rútuferðir til Asuncion, ékker sem fór snemma svo við ákváðum að taka strætó yfir landamærin og fara á rútustöðina þar og sjá. Steætóinn skildi okkur eftir brasilíu megin og við vorum stimpluð út og röltum yfir Puente de Amistad, stimpluð inn í Paragvæ og allt gekk vel. Tókum leigubíl á rútustöðina þar sem við fundum rútu beint til Asuncion fyrir lítinn pening og átti að fara eftir tíu mín, þessar tíu urðu reyndar að þrjátíu en við vorum komin með sæti og á leiðinni í síðustu rútuferð ferðarinnar svo ekkert nema jákvæðni í gangi.
Rútuferðin sem átti að vera 5 varð 7,5 klst en við komin á rútustöðina og þar tóku á móti okkur Jaqui og Giselle og við beint inní bíl og keyrt heim.
Knús knús og meiri knús, kvöldsnarl og svo bara uppí rúm enda dauðþreytt eftir rútusvefn.
21. júlí
Morgunmatur og tjill og svo skutlaði Giselle okkur niðrí centro þar sem við röltum um og skoðuðum helstu staðina og röltum um og keyptum minjagripi og Arnar keypti sér tereré bolla. Heim í hádegismat að borða milanesa, mandioca og salat og leikið við Renzo, 11 mánaða son Karenar. Arnar var nú samt meira að leika sér við hundana þrjá Lola, Tita og Kitti.
Spjallað og slappað af áður en við borðuðum kvöldsnarl.
22. júlí
Morgunmatur og svo tekið uppúr bakpokunum og farið yfir hvað á að fara með til Íslands og hvort við ætlum að henda einhverju. Rólegheit og stúss og hádegismatur.
Kjúklingur í hádegismat og svo kíktum við i Mariscal Lopez Shopping og keyptum sólgleraugu og ilmvatn.
Rólegheit og svo rúntuðum við og Karen að kaupa hamborgara til smakka hvort hún ætli að nota þetta fyrirtæki til ,elda borgara fyrir eins árs afmælið hans Renzo.
Borðuðum borgarana og spjölluðum.
23. júlí
Empanadas í hádegismat og svo salsatími úti garði. Klukkutími að læra grunn spor og nokkra snúninga og svo slappað af fyrir framan sjónvarpið.
Fórum og skoðuðum ræktina til að sjá hvort við ætluðum að kaupa okkur viku passa. Fundum CrossFit og Arnar rosa spenntur að byrja á morgun.
24. júli
I dag gekk okur mun betur i salsatími og lærðum fleiri spor, svo sem camino, canela og chocolate. Eftir salsatímann fórum við svo i ræktina í CrossFit. Þar svitnuðum við aðeins Meira og gengum úr algjörlega buin á því svo að ganga upp stigann að húsinu var ekki auðvelt. Borðuðum revueltos ( egg, laukur, ostur og mandioca) í kvöldsnarl og slöppuðum af.
25. júlí
Skelltum okkur i fórsnyrtingu fyrir hádegi og borðuðum chipaguasu í hádegismat. Un kvöldið fórum við á Casa de Aca að smakka bocaditos (nokkurs konar snittur, allskonar smá matt) og Arnar með Caipirinha og eg með frozen daquiri.
26. júlí
Borðuðum hádegismat og fórum í bíltúr með Karenu, Remzo, (sonur Karenar) diego og Kristel vinum Karenar, keyrðum fallega leið að SanBer og röltum meðfram vatninu áður en við keyrðum til Aregua þar sem við keyptum jarðaberjum með rjóma, ljúffengu og gott. Rólegur bíltúr þar sem við sáum að Paragvæ er ekki bara skítugt og fátækt heldur líka rosa flott landslag.
Enduðum í húsinu hennar Karenar þar sem eldað var fullt af pizzu og fengum að smakka Caipiroska = Caipirinha með vodka í stað cachaca, mjög gott.
Hei í rúm að sofa og vekjara klukkan sett kl 6:00 til að vakna og fara í Mbatovi.
27. júlí
Vöknuðum eldsnemma og skelltum okkur i föt, hjalpuðum við að koma Renzo á fætur og í pössuðum. Þar sem við vorum að fara til Mbatovi i smá stuð. Hengibrú, vírbrú, ziplining, sig og ganga um fallegt svæði með geðveiku útsýni.
Á leiðinni heim keyrðum við í gegnum Paraguari, stoppuðum á ávaxta markaðnum og borðuðum hádegismat þar. Samloka, chipa, nýkreistur appelsínusafi og ávaxta salat með ís keyrðum svo heim þar sem bróðir pabba hér var búinn að grilla, alvöru asado, borðuðum aðeins Meira kjöt og mandioca.
Keyrðum niður að árbakkanum þar sem götunni er lokað um helgar fyrir bíla umferð og einungis gangandi vegfarendur á vappi, röltum þar um og Arnar keypti sér termita á leiðinni til baka.
Þegar við komum heim vart er kominn þveginn og prufaður, hlupum útí búð til að kaupa yerba og drukkum með bestu lyst.
I háttinn um tíu eftir langan og skemmtilegan dag.
- comments