Profile
Blog
Photos
Videos
8. júl
Morgunmatur og tjekkát og uppá rútustöð að taka rútu til Brasilíu, stuttur strætó að landamærunum sem beið eftir okkur meðan við stimpluðumst útúr Argentínu og skutlaði okkur að landamæra stoppinu til að fara inn í Brasilíu. Stimpluð inn og ekkert mál og svo út aftur að bíða eftir næsta strætó. Hittum þar fólk frá ástralíu sem var í megaveseni með visa og annað þeirra þurfti að fara inn bæ á netið borga einhverja sekt til að geta fengið stimpil inn í brasilíu. Strætóinn kom og við héldum áfram að rútustöðinni í Foz do Iguazu. Þaðan gengum við uppá hótel og komumst að því að við erum búin að vera lífs lúxuslífi,það að tala tungumál landsins gerir allt svo miklu auðveldara og við vorum farin að taka því sem sjálfsögðum hlut. Með handapati og endurtekningnum náðum við að tjekka inná hótelið og vorum ekki lengi að fara beint ut aftur i verslunarmiðstöðina hinummegin við götuna að finna okkur mat.
Borðuðum, röltum um og slöppuðum af. Kl 5 kíktum við aftur i mollið til að horfa á Brasilíu -Þýskaland, fullt af fólki með fána og flautur í brasilíu bolum og rosa spennt, Þýskaland skoraði og brassar ur voru enn æstari í mark en áður. Þegar Þýskaland var búið að skora 3 mörk vissi fólk ekki hvernig það átti að hagasér, byrjaði að brjóta saman fánana og ganga frá þeim ofaní tösku. Svo kom mark 4 og 5 og fólk stóð upp og fór. Grátandi, hlæjandi og hissa héldu flestir áfram að horfa á leikinn og í lokinn allir farnir að hvetja Þýskaland.
Við kláruðum leikinn, borðuðum kvöldmat og heim á hotel.
9. júl
Sváfum út og tjilluðum og komumst að því að Liam og Karen, fólk úr vinnunni í Bólivíu var líka í Foz svo við plönuðum að hitta þau og horfa á leikinn með þeim. Eftir að hafa hitt þau og spjallað komumst við að því að þau voru líka a leið til Río svo við ákváðum að vera aðeins lengur þar til að vera með þeim, fundum þessa fínu íbúð sem við gátum leigt sem var ódýrara en hótelið sem við vorum búin að finna. Kvöldmatur og fagnað þegar argentina vann vító og húsið bókað.
- comments