Profile
Blog
Photos
Videos
5. júlí.
Eftir sæmilegan rútusvefn vöknuðum við og horfðum út um gluggann á þessi stóru háu tré allt í kring.
Þriggja tíma seinkunin varð meiri og við komumst að lokum til Puerto Iguazu kl 13:30, argentínu leikurinn byrjaður svo við hentum dotinu uppá hostel fórum í kjól og stuttbuxur þar sem við vorum loksins komin í aðeins meiri hita og fórum i hádegismat og horfðum a argentínu vinna belgíu 1-0 flugeldar trommur og flaut.
6. júlí
Ætluðum að Skoða fossana og vorum þess vegna vöknuð snemma en það var grenjandi rigning og spáin fyrir daginn var rigning rigning rigning, svo við tókum bara léti dag og gerðum ekki neitt.
7. júli
Engin rigning bara sól og bliða svo við tókum strætó að fossunum (Argentínumegin) þegar við vorum komin þangað og buin að borga okkur inn komumst við að þvi að aðal staðurinn til að sjá fossana var lokaður og allir göngjstígarnir nema tveir. Þetta var af því það hafði rignt svo mikið að of mikið vatn var í ánní, sáum Meira segja einn staðinn þar sem brúin var farin. En við gengum um í góðu veðri og skoðuðum fossana frá öðru sjónarhorni. Eftir að hafa Skoða settumst við niður til að borða nesti og þá voru Coatis ut um allt mjög forvitnir en þeir voru ekkert að gera og við slöppuðum aðeins niður fótunum og þeir hlupu í burtu. En feiti Coati-inn kom okkur á óvart og reisti sig uppá afturlappirnar og notaði framfæturnar til að stela matar pokanum úr fanginu hjá mér og þar sem við vitum hversu mikið coatis geta meitt og klóraði mann vorum við ekkert að berjast við þennan feita enda búin að borða næstum allan matinn, nema hálfa sneið af parmaskinku sem Arnar var mjög leiður að tapa.
Lítið annað að gera, strætó til baka og rölt og skoðað bæinn.
- comments