Profile
Blog
Photos
Videos
18. April
Morgunmatur og rólegheit á hótelinu og svo leigubíll uppá flugvöll. Þurftum að láta leigubílinn snúa við þar sem Arnar hafði gleymt iPadnum sínum a hótelinu. Flugum i gegnum flugvöllinn, komumst í gegnum öryggislhiðið með fulla vatnsflölu og ekkert mál. Biðum í 2 tíma og gæðum okkur á ljúffengum Cinnabon meðan við biðum.
Eftir tveggja tíma flug vorum við lent í Kolombíu -Bogota stóran flottan flugvöll en allt lokað þar sem klukkan var 22:00 á föstudaginn langa. Settumst á ítalskan stað og borðuðum Pasta carbonara.
Tveggja tíma flug til Quito og hálftíma taxi uppá hótel.
Dauð þreytt Lögðumst við í rúmið og sváfum vel.
19. apríl
Morgunmatur og svo út að rölta, fullt af útivörubúðum svo við keyptum höfuðljós og vatnsheldan poka til að taka með inní Amazon.
Borðuðum á rosa góðum mexikoskum stað í hádegismat, kjúklingafajitas.
Smá siesta uppá hóteli áður en við fórum á fund með nýja leiðsögumanninum okkar, Ivan. Nördalegur, vandræðalegur gaur með sítt hár og gleraugu og hann var ekki alveg nógu öruggur í því sem hann var að segja, ekki besta first impression en svo vorum við bara 5 mætt á fundinn af 13 svo ekki hægt að kynnast hópnum mikið þetta kvöldið.
Borðuðum á góðum stað og enginn af hinum krökkunum ekki alveg til í að spjalla svo frekar þöguæl kvöldmatur miðað við hinn hópinn þar sem endalaust var talað og hlegið.
Pökkuðum niður í einn bakpoka til að skilja hinn eftir á hótelinu.
Rólegheit og svefn
Yrsa & Arnar
- comments