Profile
Blog
Photos
Videos
24. apríl
Röltum um bæinn í Quito og keyptum okkur sitthvora leðurtöskuna. Pizza og bjór i kvöldmat og pakkað niður.
25. apríl
Morgunmatur, tjekkát og bakpokarnir settir í geymslu. James og Amy komu og hittu okkur á hótelinu og sýndu okkur hvar pósthúsið væri til að senda snorklið okkar heim. Þar sem James er frá Ekvador og á fjölskyldu í Quito vorum við með local guide um borgina. Fórum í hop on hop off rútu þar sem við skoðuðum helstu staði bæjarins. Fyrsta stopp var í Basilica del Voto Nacional, risa stórri kirkju þar sem við fórum upp í alla turnana 73m háa. Þaðan gengum við niður í gamla bæinn, sáum aðaltorgið og allar byggingarnar í kring. Borðuðum á local stað þar sem við borgum 2,5 dollara á mann fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt með drykk. Eftir matinn fengum við okkur ís í eftirrétt, tvær tegundir eina rjómaís og annað sykurpúðaís sem er alltof alltof sætur til að borða Meira en 3 bita af. Tókum strætóinn að Virgen de El Panecillo sem er uppá hæðinni sem skiptir Quito í tvennt. Þar sem liðið var á daginn var orðið kalt og við ekki alltof vel klædd en það gerði ekkert til þar sem við klár um hringinn í strætónum og enduðum í verslunarmiðstöð þar sem ég keypti mér peysu og Arnar sér jakka. Tókum leigubíl til baka í átt að hverfinu okkar og borðuðum hamborgara og strawberry daquiri í kvöldmat. Eftir kvöldmatinn þá fórum við á annan bar : The Boot, þar sem strákarnir drukku bjór og við Amy mojito.
Eftir að hafa drukkið og dansað var kominn tími til að fara til baka uppá hótel og ná í bakpokana og leigubíl uppá rútustöð. Kveðjustund enn á ný, leiðinlegasta við að ferðast að þurfa allltaf að kveðja allt fólkið sem maður hittir.
40 mín krókaleið uppá rútustöð og þar beint inní rútu.
26. apríl
Rútuferðin var svefn laus og alltof alltof heitt í rútunni. En 8 klst seinna vorum við komin til Cuenca hótel laus og þreytt. Leigubíll niður í miðbæ þar sem við röltum á milli hótela að finna laust Herbergi sem kostaði ekki hálfa hendina. Fundum að lokum Rio HASDPFHSLDKGNLS fengum að geyma bakpokana okkar og tengjast netinu þar sem við komumst ekki inná Herbergi fyrr en 2. Röltum um bæinn í leit að morgunverðarstað en mikið lokað á laugardags morgni.
Samloka og heitt kakó í morgunmat áður en við fórum í skoðunartúr um borgina. Flottar gamaldags byggingar, öðruvísi hús og útsýnisstaður til að horfa yfir borgina sem er risastór. Stoppuðum í einu molli til að borða hádegismat.
Komin uppá hótel um eitt og fengum að skrá okkur inná hótel og Lögðumst upp í rúm að leggja okkur aðeins.
Út að rölta Meira og svo a veitingastað hliðiná Cathedral að borða súlu og crepes.
Snemma í háttinn þar sem við vorum dauðþreytt eftir svefnlausa nótt í rútu og næstu nótt verður eytt í rútu á leið til Perú - Mancora.
Yrsa & Arnar
- comments