Profile
Blog
Photos
Videos
14. Apríl
Morgunmatur í bakaríinu, kanilbrauð og appelsínudjús. Afslöppun og pakkað niður allt reddý og svo beðið eftir rútunni.
Rútan fór um hádegi og var lítil og þröng en kom okkur a áfanga stað i San Jose. Þegar við opnuð
Um herbergið okkar blöstu við 4 stykki rúm, hvert með sínum handklæðafílnum.
Röltum um aðal verslunar götuna og keyptum okkur hvítan og uppáhaldsbjórinn 'Sol'. Uppá hóteli leitaði Hannah á mér augqbrunirnar og svo skelltum við okkur i sturtu og drukkum hvitvin meðan við klæddur okkur og spjölluðum við krakkana. Leigubíl á veitingastað þar sem við fengum ljúffengar hvítlauksmarineraða sveppi bakaða með osti í forrétt, hvitvín og nachos í aðalrétt. Eftir kvöldmatinn málum við okkur öll með neon malningunni okkar frá full moon, allir skemmtilega skrautlegir í framan og tilbúin að halda áfram, fórum við öll saman a dansstað þar sem var lifandi tónlist og gaman að dansa. Við vöktum athygli með andlitsmqlninguna og á endanum var eg buin að mala hálfan klúbbinn í framan.
Röltum heim um kvöldið dauð þreytt í fótunum og sátt með að leggjast uppí rúm.
15. Apríl
Vöknuðum um 9 til að kveðja alla krakkana og svo skiptum við um hotel. Hotel Villa Tournon, rosa flott risa stórt herbergi og algjör lúxus. Tókum leigubíl að plaza Lincoln þar sem við borðuðum hádegismat, og Arnar keypti ser buxur.
Fóru. Niður í bæ og röltum um keyptum okkur íþrótta föt og sátum í garðinum og hlustuðum a fuglana.
Slöppuðum af uppá hóteli um kvöldið og borðuðum kokopöffs í kvöldmat.
16. Apríl
Rosa góður innifalinn morgunmatur og afslöppun áður en við röltum um hverfið og borðuðum McDonald's í hádegismat. Röltum um hverfið og tókum nokkrar myndir, tókum því rólega það sem eftir var af deginum.
17. Apríl
Eftir morgunmat slöppuðum við af á sundlaugarbakkanum áður en við röltum niður í miðbæ þar sem allt var lokað þar sem það er jú skírdagur. Lítið hægt að gera i bænum og fáir a ferli, dagurinn fór í það að pakka niður, slappa af og hitta stelpurnar um kvöldið í kvöldmat. Hannah, Michelle, Eline, Ellen, Jaime voru nýkomnir af ströndinni og við gátum tekið síðustu kvöldmáltíðina aftur.
Röltum niður í bæ og hittum þær, þar sem allt var lokað borðuðum við a taco bell og fengum McFlurry í eftirrétt. Aftur kveðjustund og svo röltum við heim (hlupum þar sem var komið myrkur) og Lögðumst i rúmið að horfa a breaking bad.
Yrsa & Arnar
- comments