Profile
Blog
Photos
Videos
10. Apríl
Lögðum af stað 6:30 til Monteverde. Klukkustundar bátsferð og svo biðum við þar eftir rútunni en töskunni hjá hjónunum var stolið með vegabréfunum og þau þurftu að fara til höfuðborgarinnar til fá ný, þar sem þau töluðu ekki spænsku fór tengdqsonur þeirra og dóttir með þeim til að hjálpa þeim. Svo við vorum bara 12 sem fórum í 7 tíma rútu. Þegar við vorum stimpluð inní Kosta Ríka skiptum við um rútu og þar var wifi sem virkaði algjör lúxus. Komum til Monteverde í kuldann kl 5 og röltum þá um bæinn kíktum á letidýr sem býr í trjánum rétt fyrir utan bæinn og sáum það mjög vel meðan það hreyfði sig aðeins.
Röltum til baka borðuðum rauðvín og osta áður en við keyptum mexicanskan mat til að taka með uppá hotel og borða þar yfir Runner Runner.
11. Apríl
Morgunmatur inni falinn i hótelinu svo við fengum ristað brauð, egg, baunir og hrísgrjón og ávexti.
Eftir morgunmat fóru flestir krakkarnir í zip lining og tarzan swing meðan eg gekk um bæinn og tók myndir af letidýri.
Þegar krakkarnir komu til baka fórum við og borðuðum sushi og skoðum i minjagripabuúðir og svo í göngu upp drullu og skóg til að finna eitt tré til að klifra í. En þetta var ekkert venjulegt tré, hér eru tré sem vaxa utanum önnur tré og vefja sig i kringum hverja grein þangað til tréið inni deyr og þá myndast þessi fínu trégöng til að klifra í.
A leiðinni til baka kíktum við i hummingbird og apa garð en sáum enga,apa bara nokkra flotta fugla. Þegar við komum til baka var búið að læsa hliðina svo við skriður undir það til að komast út.
Uppá hótel, í sturtu og svo útað borða þar sem Arnar fekk portobello sveppa samloku. Í eftirrétt fengum við okkur crepes með jarðaberjum, kiwi, nutella og ís.
Yrsa & Arnar & letidýrið
- comments