Profile
Blog
Photos
Videos
16. júní
Vöknuðum kl 7 í algjörum skítakulda í drauma bæ, fullt af fólki að mótmæla og öll umferð stopp. Eftir klukkutíma bið ákvað bílstjórinn að taka aðra leið og var sú leið i gegnum Semi eyðimörk þar sem við þurftum að byggja veg með þvi að hlaða steinum og setja mold a milli. Eg sat inni rútunni að passa öll verðmætin okkar og þegar rútan var að fara yfir síðusta ný byggða veginn hallaði rútan hrikalega mikið og leið mér eins og hún myndi velta. Allt for þetta nú samt vel og við til la paz um hádegi. Fórum með daniel og Jeremie á Happy dans hostelinu og þaðan á mexicanskan stað i hádegismat. Upp hótel að þvo þvott, hvíla sig og kvöldmatur a English Pub að horfa á Ghana - Usa, nokkrir bjór ár og svefn.
17. júní
Röltum um la paz og fórum a markaðinn þar sem við keyptum okkur ferskan ávaxta djús búinn til a staðnum ódýrt hollt og gott. Röltum með Jeremie að immigracion til að lengja vísað hans sem tók enga stund og var ekkert mál. Eftir það borðuðum við hádegismat á Little Italy þar sem við horfðum a einn fótboltaleik með rauðvíns flösku og góðum mat. Aftur á markaðinn að kaupa sokka og nærföt þar sem sokkarnir lyktuðu hrikalega og götóttir eftir mánuð í gúmmístígvélum.
Gengum Meira um markaðinn og dáðumst að því hvað allt var ódýrt og hægt að kaupa hvað sem er.
Kvöldmatur á English Pub að horfa á leikinn mikil stemming og gaman.
18. júní
Tjillað uppá hóteli klárað að pakka og tjekka út, spjallað við daniel og Jeremie og reyndum að fá kvikmyndir inna ipadinn i gegnum tölvuna hans sem virkaði rosa hægt. Borðuðum hádegismat á indverska stqðnum og meðan við biðum eftir matnum hljóp Arnar í bankann til að reyna fá kortið sitt til baka sem hafði verið étið af hraðbanka en það gekk ekki þar sem við áttum flug um 17:00 en þeir opna ekki hraðbankann nema einu sinni í viku.
Eftir hádegismat var lítið annað að gera en að kveðja og taka leigubíl úppá flugvöll, í gegnum allskonar smágötur upp upp endalaust upp alltof brattar brekkur sem stundum manni leið eins og bíllinn myndi ekki meika það upp og við myndum renna niður aftur en alla leið komumst við. Frábært net á þessum pínu litla flugvelli þar sem við náðum að tala við Bjarna og Jóu á skype þangað til við vorum kölluð úti vél. Gengum út um hurðina og upp stigann upp að flugvélinni inn um aftari hurðina.
Stutt flug til Iquique þar sem flugvallarskipulagið var mjög skrítið, stimpluð inn í Chile, leitað í bakpokunum okkar, við látin skilja þá eftir og við útaf flugvellinum og inn aftur þar sem við keyptum dýrasta kvöldmat ferðarinnar, vondar þurrar samlokur og gosvatn. Í sjónvarpinu var leikurinn sem chile unnu endursýndur allan tímann meðan við vorum a flugvellinum og þeir virtust ekki fá leið á að fagna þessum sigri, mætti halda að þeir hafi unnið alla keppnina en það var ennþá langt i það.
Flugiðáfram til Santiago leið hratt og fyrr en varir vorum við lent, hálf sofandi í gegnum flugvöllinn í leigubíl uppá hótel. Þegar við vorum komin inná hótelið komumst við að því að veskið hafði týnst á leiðinni og konan á hótelinu hjálpaði okkur að hringja í taxa fyrirtækið og athuga þetta með okkur en ekkert fannst. Sem betur fer ekki mikill peningur í veskinu en bara kortið mitt. Lokuðum því og fórum að sofa.
- comments