Profile
Blog
Photos
Videos
27. júní - Mendoza
Eftir að hafa keyrt frá Santiago gegnum Andesfjöllin og magnaða náttúru erum við komin til Mendoza. Fyrsta sem var gert her var að bóka vínsmökkunartúr enda öll skilti ā leiðinni sem minntu mann á að Mendoza er höfuðborg vínsins. Við keyrðum framhjá fullt af vínekrum. Leiðinni inní bæinn sem styðja þau skilti algjörlega.
Röltum að göngu götunni og fengum okkur subway i fyrsta skipti eftir langan tima. Allskonar úti markaðir og verðin alls ekki fyrir bakpokaferðalanga, hvað þá ef maður kíktu î búðarglugga. Rólegheit og rúm til afslöppunar og næstu dagar planaðir.
28. júní
Eftir ekki svo góðan svefn í hrikalega ískrandi rúmi þar sem ekki mátti anda án þess að það ískraði fórum við niður í morgunmat sem var eitt versta morgunverðarhlaðborð sem við höfum séð.
Röltum um bæinn skoðuðum okkur um og kíktum svo inná stað til að horfa á chile - Brasilía, staðurinn fylltist af chilebúum og virtist ætla verða mikið stuð, einungis þrír frá brasilíu svo hlutföllin voru engan vegin jöfn. Þar sem staðurinn var svo fullur deildum við borði með fólki sem kom inn frekar seint, einn frá Mendoza og tvö frá suður afríku, spjölluðum við þau meðan leikurinn var að komast í gang. Mjög spennandi leikur en eiginlega Meira skemmtilegt að fylgjast með chilebúum fagna þegar þeir náðu að jafna, grátur, öskur og almenn gleði.
Í hálfleik fórum við uppá hótel til að verða sótt í vínsmökkunartúr sem við höfðum bókað.
Keyrðum að maipu svæðinu og heimsóttum fyrst lítið fjölskyldufyrirtæki og engum að sjá hvernig þeir unnu og bjuggu til vínið, eftir að hafa fengið að sjá vinnsluna fengum við að smakka þetta ljúffengar rauðvín. Við vorum bæði hrifnust af Malbec týpunni en við fengum líka að smakka cabernet saugvignon og Malbec premium og svo fengum við að smakka vín sem hafði fengið að eldast í 11 ár í eikartunnum en það var búið til af tilefni brúðkaups einnar dótturinnar.
Eftir þessa fjölskylduverskmiðju fórum við og skoðuðum stærri og tæknivæddari framleiðslu Vistandes þar hljóp leiðsögumaðurinn í gegn, sagði lítið og hratt og hellti svo víni í glösin. Fengum að smakka mjög gott hvítvín ferskt og tilvalið fyrir sumardaga. Rauðvínið sem við fengum að smakka var Malbec sem hafði fengið að eldast í bandarískrieikartunnu og var mjög sterkt og ekki jafn gott og Malbec i franskri eik.
Fórum og skoðuðum ólífuolíu verksmiðjun og kynntumst því ferli og fengum að smakka ljúffengar olíur með brauði og mismunandi bragði. Gengum þaðan út með besta ólívupestó sem við höfum smakkað og grænar ólífur
Þegar við komum til baka vorum við þreytt og ekki sérstaklega svöng og þar sem allir staðirínagrenninnu voru lokaðir keyptum við okkur bara samlokur og karamellur í sjoppunni og fórum heim a hotel.
29. Júní
Vöknuð á rafmagnslausu hostelinu svo tjekkuðum við ut og fórum i göngutúr um bæinn, allt lokað og frekar lítið af fólki á vappi svona snemma a sunnudegi. Settumst a einakaffihúsið sem við fundum opið og borðuðum brunch. Röltum á rútustöðina til að kaupa miða til buenos aires og þar sem við fengum rútu kl 18:15 fórum við og keyptum brauð poka til að vera með nesti í rútunni, ólífupestó og ólifur, lúxuskvöldmatur.
Settumst a bar og horfðum á Mexíkó - Holland og röltum svo Meira um bæinn til að eyða tíma.
Náðum i dótið okkar, röltum a rútustöðina i 14 tima riti til buenos Aires
- comments