Profile
Blog
Photos
Videos
6. Apríl
3 tíma rúta til Granada, tjekkuðumu okkur inn á hótel og röltum um bæinn að fá að læra hvar allir helstu staðirnir væru. Borðuðum Ropa Vieja í kvöldmatinn sem var diskur sér frá Nicaragua mjög gott, kjöt og hrísgrjón með grænmeti.
7. Apríl
Morgunmatur á Waffle house þar sem við borðuðum súkkulaði vöfflur og smoothie og röltum svo af stað að Skoða bæinn. Skoðuðum stað þar sem þeir búa til hengirúm, markaðinn, hestvagnana og svo fórum við á námskeið að læra ba til súkkulaði. Frá því að rista baunirnar, brjóta skelina utanaf þeim, mylja það niður og svo smakka mismunandi súkkulaði drykki. Einn fra Maya menningu, Azteka og að lokum Evrópsku gerðina. Eftir alla drykkina, sönginn dansinn ( bate bate chocolate. Chocolaaaate, manteniiiilla, estira estira por que el chocolate vá a estar)
Bjuggum við til súkkulaði stykki og lærðum hvernig er búið til mismunandi prósent af súkkulaði. Meðan súkkulaðið var sett í kæli röltum við um bæinn og fengum okkur einn bjór. Náðum svo i súkkulaðið sem var varla harðnað en það var verið að loka svo ekki hægt að bíða lengur. Fengum að setja það í ískápinn á hótelinu meðan við fórum öll saman út að borða. Afmæliskvöldmatur (rosa góðar quesadilla) þar sem leiðsögumaðurinn og ein stelpan í hópnum áttu afmæli. Gaurar að spila, við að syngja með, mojito með matnum og allskonar leikir.
Fórum á annan bar þar sem við héldum áfram að drekka mojito.
Enduðum svo á aðeins meiri partý stað þar sem við Dönsuðum til miðnættis og fórum svo heim þar sem rútan átti að fara 8 morguninn eftir.
- comments