Profile
Blog
Photos
Videos
22. júní - Valparaiso
Vöknuðum snemma til að taka rútu til Valparaiso. Metro að rútustöðinni og tveggja tíma rúta þar sem blstjórinn kom og athugaði hvort allir væru með sætisbeltin spennt, kom okkur á óvart þar sem hingað til hafa varla verið belti hvað þá einhver að athuga hvort maður notaði þau. Þegar við komum til Valpo mundum við ekki hvað hótelið het svo við fórum a net kaffi til að finna það. Röltum í gegnum hverfi sem leit ekki svo vel út en fundum hótelið á endanum.
Skildum dótið okkar eftir og röltum út til að taka strætó niðrí bæ. Stóðum frekar tynd á götunni þegar kemur að okkur maður sem byrjar að spjalla og vill svo endilega hjálpa okkur að rata og komast niðrí bæ, bendir á strætó takið þennan, stoppar hann fyrir okkur, segir bílstjóranum að segja okkur hvar við eigum að fara út og óskar okkur góðrar ferðar. Þegar bílstjórinn bendir okkur að far aút röltum við enn týndari en áður en settumst niður í garði þar rétt hjá og borðuðum nestið okkar.
Röltum niður brekkuna að miðbænum sem var ekki jafn æðislegur og við höfðum heyrt. Settumst á kaffihús tjilluðum og keyptum okkur jógurt og músli fyrir kvöldmat og uppá hótel.
23. júní
Vöknuðum snemma til að komast niðrí bæ að horfa á Holland - Chile , Arnar vildi vera all in og keypti chile fánann til vera með í stuðinu. Þegar við komum niðrí bæ var ekkert risa tjald eins og hótel eigandinn hafði sagt svo við röltum um að leita að stað með sæmilegu sjónvarpi og smá stemmningu. Eftir mikla leit fundum við einn stað þar sem við fengum Chile kórónur og bjór.
Frekar leiðinlegur endir þegar chile tapaði en þeir voru samt komnir áfram svo ekki grátið.
24. júní
Tókum strætó til Vina del mar og skóðuðum verslunar moll og gengum um á ströndinni þar til við nenntum ekki meir og tókum strætó til baka.
Pakkað niður, skype og sofið.
- comments