Profile
Blog
Photos
Videos
25. Mars
Lentum um kl 22:00 og flugum i gegnum þennan flugvöll, ekkert vesen engar raðir og leigubíll sem beið eftir okkur fyrir utan.
Tjekk inn a hótelið og spjall um rútu til antigua og ýmiskonar smáhluti, og aftur var okkur hrósað fyrir spænskuna okkar. :)
26. Mars
Eftir góðan svefn fengum við jógúrt, múslí og te í morgunmat og töluðum við afgreiðsluna um hvað væri hægt að gera í nágrenninu.
Lítið í boði en við fórum í dýragarðunn þarna rétt hjá, fullt af dýrum og skemmtilegur garður.
Dóminos pizza i hádegismat og svo rölt heim með afganginn af pizzunni framhjá fullt af værðum öllum með haglabyssur, frekar skrítið.
Komum við a handverksmarkaði a leiðinni heim skoðuðum allskonar bækur töskur og flotta muni.
Afslöppun uppá hóteli og pizzu afgangur í kvöldmat.
27. Mars
Rétt svo vöknuðum til að borða morgunmat og hvíldum okkur svo meira.
Um hádegi skellt um við okkur ut til að finna veitingastað og fundum eftir stutta leit Pollo Ricon, sem var i heima heimahusi hjá ei hverri konu með 2 borðum og hlið á milli, smá fangelsis fílingur að fa matinn a bakka i gegnum jarnhlið. Hamborgari og franskar þar sem franskar ár voru gamlar harðar og vondar en borgararnir voru mjög góðir, fullt af kryddi og sósu.
Skype uppá hóteli og rólegheit, um kvöldið keyptum við okkur hálfmána i bakarii i hverfinu áður en við fórum að sofa.
28. Mars
Morgunmatur og rólegheit þangað til við vorum sótt í shuttle til að fara til Antigua. Átti að vera 45 mín ferð en þar sem við þurftum að pikka upp fólk um allan bæ í umferðinni tók ferðin 2 klst.
Þegar við vorum loksins komin til Antigua vorum við látin skipta um rútu sem var skritið og kom i ljós að rútan var að fara eitthvert langtí burtu svo við enduðum á að rölta bara á hótelið.
- comments