Profile
Blog
Photos
Videos
15. Desember
Eftir að hafa sofið i alltof mjukum rúmum Vöknuðum við þreytt i bakinu og rosa spennt að komast ut að skoða bæinn betur. Röltum um, horfðum a mannlifið og tókum þvi rólega.
Um hádegi fórum við svo aftur til Kimmys i mátun, jakkafötin voru næstum tilbúin og litu bara mjög vel ut. Annar kjollinn minn passaði fullkomlega en hinn kjollinn var Meira vesen, en það var potað og togað skoðað og mælt og svo fengum við næsta matunartima bókaðan og héldum afram að rölta um göturnar.
Borðuðum hádegismat a stað sem tripadvisor mældi svo með : pizza númber one, við vorum ekki svo hrifin af henni enda erfitt að slá við heimagerðu pizzunni hans pabba. Eftir meira rölt fengum við okkur sma is en það er algjör lúxusvara þar sem það er eina sem við höfum keypt okkur sem er eitthvað dýrt. (500kr - 4 litlar kúlur)
Smökkuðum nýjan bjór: Larue , ekkert sérstaklega góður með sma ávaxta bragði.
Skype við Bjarna og Jóu fyrir svefninn þar sem við vorum buin a þvi eftir daginn.
16. Des
Súkkulaði croissant i morgunmat, rölt og gleði.
Eftir hadegi leigðum við stórt stórt motorhjol, ( eða kannski bara meira svona vespu,5 us$ fyrir daginn ), skelltum okkur a ströndina. Þar var rok og skýjað og brjalaður sjór, rautt flagg og bannað að synda. Fórum þessvegna bara a rúntinn og skoðuðum aðeins fyrir utan miðbæinn. Klesstum næstum þvi a belju a leiðinni en það reddaðist.
Aftur inni miðbæ skiluðum hjólinu og fórum að leita að veitingastað fyrir kvöldið.
Keyptum okkur ávexti til að fa mynd af okkur og ákváðum að smakka nýjan avöxt, Rambutan, mjög gott en skritið soldið eins og stórt vínber.
Borðuðum kvöldmat a frekar flottum veitingastað þar sem við vorum buin að vera svo dugleg að spara yfir daginn. Pizza og nuðlur, svo is i eftirrétt.
Fylgdumst með einhverskonar götuleikhusi, fólki að fleyta kertum á ánni, og allskonar sölufolki að selja jolakort, bókamerki og mat. Ein mjög almennileg kurteis kona bauð okkur að smakka einhverskonar kex sem a að veita heppni ef maður borðar það a aramotunum, smakkast alveg eins og konfektkökur Jóa fel sem mamma býr til svo við keyptum einn pakka til að eiga sma jolasmakökur.
Uppá hotel að pakka niður dotinu okkar og gera allt klárt fyrir rutuferð til Dalat daginn eftir.
17. Des
Ætluðum að sofa ut en vorum bæði vöknuð kl 6 svo það tókst ekki. Jógúrt og brauð i morgunmat og nu er klukkan rett svo orðin 8:10. Förum i rútu kl 17 svo þangað til munum við rölta um bæinn ná i fötin okkar (aðeins of spennt sko!), og bara eyða tímanum, vonandi verða rosa þreytt svo við getum sofið eitthvað i þessari 17 klst rútu.
Við erum buin að heyra að Dalat se staðurinn þar sem folk fra vietnam fer i brúðkaupsferðirnar sínar, það se svo romantiskt að vera þar, við munum komast að þvi, erum samt Meira spennt fyrir "crazy house" sem a vist að vera svaka skemmtilegt.
Þangað til næst
Yrsa&Arnar
- comments