Profile
Blog
Photos
Videos
26. Jan
Rútan til Singapore var klarlega flottasta rutan sem við höfum tekið, sjónvarp í hverju sæti og rosa góð sæti.
Stimpluðum okkur inní Singapore á þessum fína fína landamærastað. Nýtt land númer 6! Tokum leigubil a hotelið, tjekkuðum okkur inn og skoðuðum hvað við myndum gera við restina af deginum. Klukkan orðin fimm og við akvaðum að skella okkur á sentosa island og kíkja i iFly.
Borguðum 15 þús fyrir okkur saman fyrir að prufa að fljúga 2x 45 sek hvort.
Hefði mátt vera aðeins ódýrara en mjög gaman að prufa, gaman og öðruvísi.
Borðuðum indverskan kjulla i kvöldmatinn, og tókum metro til baka á hótelið.
Þegar við gengum til baka a hotelið var meira lif i götunni okkar, fullt fullt af hóruhúsum og menn að reyna fá mann inn. Þeim tókst það ekki og við drifum okkur að sofa.
27. Jan
Góður svefn til 9:30 þegar við forum að klæða okkur og skipuleggja daginn. Tókum lestina og fórum á þetta fína Sushi buffet, þar sem við borðuðum samtals 18 diska af sushi. Eftir þetta vorum við mjög södd og ísinn í eftirétt toppaði okkur alveg. Skelltum okkur i wild wild wet þar sem voru heilar 5 rennibrautir og mjög mis skemmtilegar. Eyddum einum og hálfum tíma þar og röltum svo að lestinni til baka og fórum uppá hótel að taka smá siestu.
Eftir siestuna tókum við lestina að marina bay til að kikja a skybar, ekki tokst það þar sem hvorki matti vera i stuttbuxum eins og arnar eða flipflops eins og yrsa.
Röltum bara um svæðið og sáum frekar flotta gosbrunna+ljósasýningu. Vatnið notað eins og skjávarpatjald.
Mjög hreint allt þarna annað en i hverfinu okkar i kringum horuhusin. Indverskur matur aður en við tokum lestina heim um 11.
28. Jan
Bíómynd í morgunsjónvarpinu þangað til við fórum í mollið að fá okkur hadegismat, indverskur matur og mcdonalds ís í eftirrétt.
Rölt um mollið þangað til við þurftum að taka lestina til baka til að verða pikkup upp a hotelið til að fara i dyragarðinn.
Loksins loksins, Arnar buinn að bíða eftir þessu alltof spenntur, þegar við loksins vorum komin kl 14:30 komumst við að því að matartímar dýranna voru flestir búnir og því lítið spennandi að sjá og öll dýrin lágu bara að melta.
Sáum þó fílasýningu sem var frekar barnamiðuð og lítið spennandi, emtir meira rölt varð skjaldbakan eitt það skemmtilegasta sem við sáum, umsjónarmaðurinn var að hreinsa svæðið hjá þeim og sagði okkur ýmislegt um þær eins og hvernig þær bíta ekki, bara bíða eftir að þeim se klappað þegar hann kemur.
Þegar við gengum framhjá ljónunum vqr loksins eitthvað að gerast, hann var að kasta til þeirra kjúklingabringum. Hann þurfti að hitta frekar vel til þeirra svo að ljónin myndu éta strax, þau eru víst svo löt að ef hann myndi kasta langt i burtu þa myndu þau bara halda afram að liggja og gera ekki neitt.
Tímon og púmba voru þarna líka hressir og kátir, meira rölt og fleiri dýr.
Eftir fullt af dýrum lokaði garðurinn og við settumst a veitingastaðinn fyrir utan og borðuðum léttan kvöldmat þar sem við splæstum svo á okkur ben & jerrys í eftirrétt.
Night safari var næst a dagskrá, það byrjaði sko vel þegar arnar fór uppá svið og tók þátt i fire-showinu.
Horfðum á allskonar dýr í myrkrinu og þar stóð uppúr leðurblökurnar þar sem við fengum að vera inni burinu með þeim.
Magnað að sjá þær fljúga um, hanga og borða.
Rúta til baka á hótelið sem stoppaði bara á horninu og þar mættum við vændiskonu sem sagði "three is fun" við ákvaðum að sleppa því og fórum bara uppáhótel án hennar.
29. Jan
Sofið út, lest uppá flugvöll og sitjum nú og bíðum eftir fluginu okkar til Brisbane.
Yrsa & Arnar
- comments