Profile
Blog
Photos
Videos
18. Desember
Vó minna en vika i jólin! Ekki alveg venjulegur undirbúningur fyrir jólin að eyða 19klst a rútu ferðalagi en nýjar hefðir ma alltaf búa til.
Þar sem svona rútu ferðir virðast alltaf enda fyrir utan hotel sem býður herbergi a 7-10$ vorum við ekkert buin að bóka og gistum bara a þessu fína rútu hóteli fyrir 10$.
Vorum orðin svo svöng að við köstuðu af okkur dotinu hentum okkur i sturtu og drifum okkur ut til að borða hádegismat. Röltum a staðinn a horninu með tveim þjóðverjum, borðuðum nuðlur og spjölluðum.
Röltum öll saman að Crazy House sem var alveg stór furðulegt og öðruvísi en ekkert mikið meira en það.
Rigningar uði og ekki mjög spennandi veður en ákváðum að rölta að Pagoda með hjálp google maps i sima þjoðverjanna, eftir að hafa gengið 5 km og komin að punkti um sem var merkt inna kortið var hvergi að finna neitt Pagoda, röltum inna næsta stað til að spyrja til vegar þar sem við hittum konu sem vildi endilega hjálpa okkur nema hun talaði enga ensku en benti og sagði taxi nokkrum sinnum, við þökkuðum henni fyrir hjálpina og röltum i áttina sem hun benti.
Rákumst svo a leigubíl og ákváðum að spyrja hann hvað óskaði að fara þangað, 100.000 Dong, við ákváðum að fyrst við værum komin alla þessa leið væri leiðinlegt að snúa bara við svo við skelltum okkur i leigubíl.
Eftir krokaleið og malarveg og beygjur og brekkur komum við að áfangastað. Utan fra séð var þetta ekki stórkostlegt en þegar við komum nær og sáum að þetta var búið til ur gömlum bjorflöskum, brotnum diskum og allskonar smá brotum, þá sá maður þetta i öðru ljósi.
Veltum þvi fyrir okkur hvernig þessi hugmynd hefði komið upp að byggja Pagoda ur gömlum bjorflöskum en fundum engin svör.
Leigubíll til baka i bæinn, bóka rútu til Saigon morguninn eftir þar sem veðurspáin var ekki mjög spennandi og við Meira spennt að komast til Saigon .
Fórum ut að borða um kvöldið a Chocolate Cafe, mjög passlega finn staður, góður matur og stórir skammtar. Smökkuðum nýjan bjór : Grænan Saigon, soldið væminn bjór of mikið avaxtabragð fyrir okkur. Gengum satt ut og skoðuðum aðeins hverfið, keyptum nesti fyrir rútu ferðina, litið að gerast i bænum og við enduðum a að fara bara snemma uppá hotel til að pakka og vera tilbúin að vakna snemma morguninn eftir til að fara i rútu.
19. Des
Vöknuðum snemma og vorum pikkuð upp i rútuna kl 7:10 , venjuleg rúta ekki sleeping bus eins og síðustu rutu ferðum.
8 klst i rutu og i Saigon var grenjandi rigning og við mjög satt með að eiga regnhlif. Fundum hotel rett hja rutustoppinunsem var frekar miðsvæðis svo við vorum bara a fínum stað.
Hentum af okkur dotinu of röltum um göturnar að leita að mat og sja hvort við fundum ódýrara hotel. Fundum ekkert hotel en fundum einn besta matsölustað ferðarinnar, indverskur staður i einni hliðar götunni. Taj Mahal þar fengum við mjög góðan og ekki alltof dyran mat a þessum litla og kruttlegt stað.
20. Des
Vöknuðum ekki fyrr en rett rúmlega níu, fyrsta skipti i ferðinni sem við sofum eitthvað ut.
Tókum saman dótið sem við ætluðum að senda heim, öll fötin sem við létum sauma a okkur tóku næstum þvi allt plassið i öðrum bakpokunum svo mjög gott að losna við það.
Byrjuðum að rölta i sendiráð kambódíu til að fa vegabrefsaritun þar sem ferðalangar höfðu bent okkur a að það væri fljotlegri og þægilegri möguleiki en að fa a landamærunum, þar væri endalaust verið að reyna rukka mann Meira en það a að kosta. 3000kr a mann fyrir aritun uppa 3 mánuði.
Fórum svo a pósthúsið sem var fullt af fólki, og nóg að gera. Eftir að hafa komið öllu i post ( tók rúman klukkutíma) vorum við orðin glorhungruð. Röltum i verslunarmiðstöðina og borðuðum hádegismat þar.
Fórum og skoðuðum War Remnants Museum þar sem sja mátti Einar verstu myndir sem tengdust vietnam stríðinu, þar var sagt fra hvernig folk lifði og hvernig fangar voru pyntaðir. Þessi heimsókn tók sma a salina að sja hversu illa folk hafði það, hvernig enn er verið að lifa með afleiðingum stríðsins þar sem eitranir a ökrum og allri ræktun hefur áhrif a kynslóðirnar með skritnum og alvarlegum sjúkdómum.
Að lesa um hversu hugmyndarikir fangaverðir höfðu verið með pyntingar aðferðir var eitt það alversta, allt fra þvi að brenna i þeim muninn og láta þa deyja ur hungri eða láta þa eyða fleiri fleiri dögum i "tiger cage" lítil bur buin til ur gaddavír 2,85*0,5*06 m þar sem þeir voru 4-7 saman úti sólinni og öllum veðrum.
Eftir þessa froðlegu heimsókn fórum við og náðum i vegabrefin okkar aftur.
Röltum til baka a hótelið og komum við a nokkrum ferðaskrifstofum a leiðinni til að bóka rutuferð til Sihanoukville, strönd i kambódíu :) þar ætlum við að vera um jólin!
21. Des
Tókum þvi bara rólega fyrir hádegi en röltum svo i dyragarðinn eftir hádegismat.
Dyragarðurinn var rúmlega hálftíma göngutúr i burtu fra hótelinu okkar svo við fengum að sja slatta mikið af borginni i leiðinni.
Flottur garður með mikið af skemmtilegum dyrum, gaman hvað þetta var vel uppsett þar sem maður fekk að vera frekar nálægt dyrunum að Skoða þau.
Til dæmis var maður a göngubru i 2 m hæð yfir hreindyrum og nautum, hefðum getað klappað Gemsbok en vorum aðeins of hrædd um að hann myndi skalla okkur með löngu hornunum sínum. Það sem stóð uppúr dyragarðsferðinni var þegar Arnar var i "kasta - grípa" með apa.
Eftir 3 klst rölt i dyragarðinum gengum við dauð uppgefin til baka.
Afslöppun uppa hóteli og svo ut að borða um kvöldið með Ibrahim, þjóðverja sem við erum buin að hitta nokkrum sinnum siðan við kynntust honum i Hanoi. Hann var með ástrala sem hann hafði hitt um daginn og svo komu tvær norskar stelpur með okkur líka. Borðuðum núðlur a vietnömskum stað og Smökkuðum Rauðan Saigon, mun betri en græni Saigon.
Eftir matinn röltum við að "Bui Vien" götunni þar sem við sátum a litlum stolum bókstaflega á götunni og drukkum odyrt afengi.
Mikið spjallað og fullt af fólki og sölumönnum a götunni.
Mjög hresst sölufolk sem hafði gaman af vitleysunni i okkur, Nhoc 11 ara strákur sem sýndi listir synar með eld og lítin grænan snák sló alveg i gegn þar sem hann setti snakinn inn i nefið a ser og dró hann svo utum munninn! Komumst að þvi eftir sma spjall við strakinn að snàkurinn var eitraður. Spjölluðum við fullt af fólki, og skemmtum okkur stórkostlega, nokkrum "buckets" síðar fórum við bara uppa hotel að sofa.
22. Des
Sváfum út :) alveg til 9:30 tókum saman dótið okkar, sturta og tjekk át.
Töluðum við rutu fyrirtækið til að fa að vita hvar rútan pikkar okkur upp.
Sitjum nu a subway að borða hádegismat og hlusta a jólalög :)
I kvöld tökum við svo næturrútu til Sihanoukville svo a morgun um 15:00 verðum við komin a ströndina, tilbúin fyrir jólin ;)
Knús og jólakveðja
Yrsa&Arnar
- comments
Hlíf Gaman ad heyra fra ykkur. Alltaf í rútuferdum og med bjór við hönd
Björn Greinilega frábært hjá ykkur. Vona að allt haldi áfram á sömu nótunum. Gleðileg Jól á ströndinni