Profile
Blog
Photos
Videos
11. Des
Morgunmatur kl 7, tjekk át af Cat Ba Palace Hotel og rúta til baka að bátnum. A leiðinni i bátnum lærðum við að gera vorrúllur, bleyttum ofurþunnar hrísgrjónapönnukökur a rökum þvottapokum, settum gums (svinakjöt, kjukling, grænmeti, laukur) og rúlluðum upp, eftir það var þetta djúpsteikt á pönnu og borið fram a salatblaði með hvítlauksolíu.
Þegar við komum að höfninni aftur var þvílíkt mikið af sölu fólki að selja okkur ýmiskonar sma dót og nauðsynjar meðan við biðum eftir rútunni til baka i bæinn, Hanoi.
Mjög holottur og skemmdur vegur sem hjálpaði okkur ekki að sofa.
Gistum aftur a Dong Thanh hotel þar sem i þetta skipti fengum við herbergi a 7. Hæð og auðvitað tókum við stigann.
Rölt um bæinn, keyptum nýjan bakpoka þar sem hinn bakpokinn sem við keyptum rifnaði svo við skildum afhverju hann kostaði bara 1800kr svo við ákváðum að fara i aðeins meiri gæði og borguðum tvöfalt Meira fyrir poka sem er enn i góðu standi.
12.des
Morgunmatarmatseðill þar sem við gátum valið um alltof margt, Arnar fekk ser rísa kjúklingasamloku og eg fekk mer banana pönnu kökur með súkkulaði. Eftir þennan lúxus morgunmat tjekkuðum við okkur ut af hótelinu, röltum um bæinn og eyddum tima að bíða eftir rútuferðinni ógurlegu. Áttum að vera sótt a hótelið kl 17:00 svo við vorum komin þangað tímanlega og sátum i mestu hægindum að bíða þegar það kemur maður inn að sækja okkur, alltí einu er eins og se verið að hraðspóla tímann þar sem allt gerist svo uber hratt. Við tökum bakpokana okkar og göngum ut, þar standa tvö motorhjol og þeir taka bakpokana okkar og benda eitthvað, eftir sma handa pat skiljum við hvað þeir eru að benda okkur að setjast aftaná motorhjolin hja þeim. WHAT! Þar sem allt gerðist svo hratt attuðum við okkur varla a þessu settumst aftaná og þeir brunuðu af stað i þessari klikkuðu umferð i Hanoi, allir að biba og beygja og bilun.
Þegar við vorum komin að einhverju götuhorni fórum við svo af og inni pinulitlir rútu þar sem voru sæti fyrir 11 manns en alltaf hélt afram að streyma inn fólk og a endanum vorum við orðin 16, þröngt mega sáttir sitja og við keyrðum af stað.
Þegar við vorum komin ut fyrir miðbæinn beið okkar sleeping bus, liggjandi sæti teppi fyrir alla.
Ekki alveg gerður fyrir fólk sem er 1,7m hvað þá 1,8m, en við Sváfum svona on / off þar sem vegirnir her eru holottur og bílstjórinn frekar klikkaður a bensingjöfinni.
13. Desember - Hue
Við vorum varla komin ur rútunni þegar við vorum komin með lykil að hotelherbergi, algjör klikkun. Stigum utur rútunni, fundum bakpokana okkar og svo for allt i gang, eg stoð og passaði töskurnar meðan Arnar hljóp upp og niður stiga inn og ut með einhverju manni, og kom svo til mín 2 mín síðar með lykil að herbegi á 8 US$ nottin. Hentum af okkur töskunum skiptum um föt skoðuðum aðeins kortið af borginni og röltum svo út.
Folkið sem sat a kaffihúsinu a horninu horfði a okkur eins og við værum skritnasta fólk i heimi, þar sem við gengum um a stuttbuxum og hlyrabol og þau sátu i kulda skóm, ulpu, hufu og trefil að drekka heitt te. En við héldum bara afram að ganga, það er ju 18 stiga hiti og skýjað.
Gengum að imperial city þar sem við borguðum 105.000 Dong inn á mann, en flestar byggingarnar voru i viðgerð og endurbyggingu þar sem bandaríkjaherinn hafði bombað þetta niður i stríðinu.
Ekki mjög spennandi að Skoða þetta svo við fórum hratt i gegn og drifum okkur ut aftur. Þar a götunni var fullt af gaurum a hjolum að bjóða okkur far, við vorum ekki voða spennt þar sem þeir voru svo ytnir og erfitt að losna við þa. Gengum lengra og horfðum i kringum okkur þa kemur að okkur annar maður a hjoli,synir okkur að hann se i lonely planet bókinni talar goða ensku og mjög almennilegur, þegar við segjumst ætla hugsa málið segir hann bara okay og hættir að elta okkur. Við vorum svo hissa a þessu og ákváðum að láta vaða, svo við skelltum okkur i hjolatur. Þessari ferð munum við aldrei sja eftir, hann Thinh var svo almennilegur, sagði okkur fra sjálfum ser, vietnam og allskonar fróðleik. Hann hafði verið að læra lofalestur i 17 ar svo hann las i andlitinu a okkur allskonar skemmtilegar staðreyndir sem áttu frekar skemmtilega við. Eftir klukkutíma hjolarunt báðum við um raðleggingu að veitingastað til að borða hádegismat, hann for með okkur að þennan yndislega stað þar sem voru engir turistar bara fólk ur hverfinu. Borðuðum mjög góðar nuðlur með nautakjöti og grænmeti og spjölluðum við Thinh sem var hinn yndislegasti naungi.
Hann hjolaði svo með okkur a hótelið lét okkur fa spjaldið sótt og vildi allt fyrir okkur gera. Skelltum okkur i sturtu og hrein föt áður en við héldum uta lífið að hitta vi. Okkar fra þýskalandi, sátum að drekka Huda bjór sem er sambland af bjór frá Hue og Danmörk , finn bjór og ekki rosa dyr.
Þar sem við höfðum verið svo satt með hadegismatinn röltum við aftur þangað og fengum okkur kvöldmat. Vorum mætt um 18 og þa var sko party i gangi, hávær tónlist, diskóljós og allir i drykkju leikjum , mo ka bai jo! Einn tveir þrír skál!
Borðuðum aftur mjög góðan mat i þetta skipti með bjór. Röltum svo afram um hverfið þar sem allt var fullt af karaoki börum en virtist ekki vera mikið að gera.
Fundum stað með happy hour og allskonar tilboðum og drukkum þar caipirinha og mojito, tveir a mann fyrir 630kr ekki slæmt það, héldum afram að drekka kokteila og dansa og i heildina kostaði djammið um 1300kr .
14. Des
Vöknuðum misþunn 6:30 til að mæta i 4 tima rútu kl 7:30 sem svo reyndar seinkaði til 9:30 en það gerði ekkert til , borðuðum bara morgunmat a meðan og fengum verstu bananapönnukökur sem við höfum smakkað.
Þegar rútan loksins kom var eins og það hefði verið sett rækta i rassinn a öllum og allt for a þúsund, við komum inni rútuna sem var troðfull og ekki pláss fyrir bakpokana i farangursholfinu. Sátum aftarlega með öllum farangrinum og reyndum að lúra aðeins lengur. Holur og hólar voru ekki að hjálpa við það.
Eftir rútuferðinni hefði att að taka við leit að gistingu nema að fyrir utan rútuna var þessi almennilega kona sem bauð okkur frítt far inni bæ ef við vildum kikja a hótelið hennar og kannski gista þar. Við heyrðum bara frítt far og slógum til, hotel reyndist vera fínt og a góðum stað svo fyrir 10us$ nóttina var það bara fínt.
Nýttum okkur þvottaþjonustuna a hótelinu þar sem þau þvoðu tvö kíló af fötum fyrir 300kr.
Konan i afgreiðslunni lét okkur fa kort fáu bænum og sagði okkur hvaða staði ætti að varast og hvað væri best að gera, þar sem við vorum svo spennt að láta sauma a okkur föt ákváðum við að byrja a þvi, svo við röltum að Kimmys tailor. Almennilegt fólk sem hjálpaði okkur við að velja snið og efni við hæfi, við vorum svo mæld upp og niður og beðin umað koma aftur a morgun fyrir fyrstu mátun.
Röltum um bæinn skoðuðum nagrennið og tókum þvi rólega.
Eftir skype spjall við mömmu arnars og Hróar vorum við ennþá sattari með að vera i vietnam og ekki heima i prófa lestri.
Bestu kveðjur fra Hoi Án
Yrsa&Arnar
- comments
Hlíf Bíð spennt eftir að sjá mynd af ykkur í klæðskerafötunum :)