Profile
Blog
Photos
Videos
22. Des
Eftir að hafa borðað subway röltum við ut og settumst i garðinn þar sem streymdu að krakkar ur háskóla og vildu tala við okkur til að æfa enskuna sína, sátum og spjölluðum i tæpa tvo tima, þangað til að til okkar kom gamall ástrali sem talaði og talaði og talaði endalaust svo krakkarnir gáfust upp og við reyndum og reyndum að segja kurteisislega bless i hálftíma áður en það loksins tókst.
Röltum a Starbucks fengum okkur frappó og Nýttum okkur wifi i að tala við mömmu og pabba a skype :)
Eftir frappó og hámarks notkun a netinu röltum við ut klukkutíma síðar, keyptum okkur fjaðurdót sem þeir nota til að sparka a milli "ngoh ga" heitir leikurinn (höldnu, við) og i fyrstu gekk ekkert alltof vel en til okkar komu krakkar leiðbeindu okkur og spiluðu svo við okkur.
Drifum okkur svo að borða með ibrahim og adam a indverska staðnum svona eitt síðasta skiptið, settumst svo með þeim a göngugötuna is einn bjór. Þegar þeir voru aðfæra sig a næsta stað i Meira djamm fórum við i garðinn að leika okkur aðeins meira. Spiluðum við tvo stráka fra vietnam sem voru mjög skemmtilegir hlogu og reyndu að kenna okkur þrátt fyrir að kunna enga ensku.
Eyddum svo síðustu dongunum í ískrap sem við drukkum a leiðinni i rútuna,
Þegar komið var a rutuskrifstofuna vorum við mjög satt með að hafa sótt um vegabrefsaritun fyrir fram þar sem allir voru i einhverju veseni með það.
Rútan for af stað um miðnætti pg var þetta versta svefn rúta sem við höfðum farið i. Sætin voru hörð með járn rörum utum allt og það var ekki hægt að stilla a þeim bakið. Prufuðum nokkur sæti og fundum sæti sem voru nokkurnvegin ekki eins og járn hruga. Sváfum illa og litið.
23.des
Komum að landamærunum um kl 6 um morguninn og þurftum aða skipta um rutu, fegin að losna ur ruslahaugnum an þess að vita hvað biði okkar.
Eftir að hafa skráð fingraförin til að komast inni kambódíu tók a móti þessi fína rúta þar sem við Sváfum fram að hádegi.
Þegar við vorum komin til Pnomh Penh biðum við i klukkutíma eftir næstu rutu til Sihanoukville. Frekar hrikaleg rúta þar sem loftkælingin varla virkaði og mjög mikið af fólki i rútunni.
Öðruvísi útsýni sem tók a móti okkur þegar við vorum að keyra til Pnomh Penh þar sem sja mátti mikið af húsum byggt a stólnum i 2-3 m hæð, leit ut eins og það væri til að verjast flóðum. Mikið af skógrækt þar sem ýmist voru pálma tré eða lauftre sem voru með mjög litið af greinum ut fra stofninum en mjög flotta laufkrónu efst.
Eftir alltof langa rutuférð var mjög gott að komast uppa hotel um kvöldið skila af okkur bakpokunum og fórum og borðuðum a Jamrock, ágætur staður sem þrír italar sja um og við fengum okkur spaghetti. Sma rölt a ströndinni og svo bara heim að sofa.
24. Des - aðfangadagur
Vöknuðum snemma, sólar vörn og bikini, aðei s sma fóta bað i sundlauginni áður en við röltum niðri bæ, banana pönnu kökur i morgunmat og svo beint a ströndina að leika i sjónum. Hlýr og góður sjór og ekki mikið af öldum.
Fórum svo i 90 mín olíu nudd a staðsem heitir you & me massage. Mjög góður staður þar sem nuddið var svo gott að við vildum bara bóka annan tima daginn eftir.
Algjör dekur aðfangadagur og langt fra þvi að vera búinn,i hádegismat settumt við niður a stað sem heitir Apollo's, Arnar borgaði nuðlur og eg fekk mer grillaðan kjukling. Langt siðan við höfum fengið jafn góðan mat og við ákváðum að borða jóla matinn þarna. Gengum södd og satt ut og a leiðinni heim keypti eg mer jolakjol.
Fórum heim a hotel að leika okkur o sundlauginni og Smökkuðum einn nýjan bjór a sundlaugarbarnum : Angkor, mjög vondur bjor sem við ákváðum að kaupa ekki aftur.
Eftir sull og sol ákváðum við að rölta aðeins Meira um bæinn og kaupa okkur jólasko, Arnar gaf meir þessa fínu svörtu og appelsínugulu og hann fekk rauða og svarta fra mer. Yndislegt að geta rölt um a ströndinni i flip flops ;)
Fórum heim a hotel klæddum okkur i jolafötin og nýju skóna settum a okkur moskítóvörn og röltum svo af stað a Apollo's. Keyptum okkur bæði grillaðan kjukling i þettaskiptið, hann klikkaði ekki.
Eftir matinn spjölluðum við sma við Vutty Ung kokkinn a staðnum og spurðum hvort við gætum komið og lært að elda af honum, þetta fannst honum frábær hugmynd og sagði það væri ekkert mál, við þyrftum bara mæta og kaupa matinn og fengum að læra af honum meðan hann eldaði fyrir okkur. Himin lifandi röltum við útaf staðnum og niður a strönd.
Þar voru flug eldar og fólk að drekka áfengi, frekar skritið svona a jólunum, en þessi ferð er ju til kynnast öðruvísi menningu svo við ákváðum að gera eins, settumst niður a einn strandarbarinn. Þegar þjonninn var búinn að taka við pöntuninni okkar spurði hann hvaðan við værum, við svöruðum íslandi (augljóslega) og þa var næsta spurningin hans "do you smoke weed?" Við afþökkuðum pent og þjonninn labbaði i burtu.
Drukknir ur sem við fengum Mojito og Maitai voru verstu drukknir sem við höfum einhvern tima smakkað og var kökur það ómögulegt að drekka eitthvað af þeim.
Ákváðum að taka þessu sem merki um að við ættum ekki að vera drekka og fórum heim a hotel þar sem við tók góður tími a skype við fjölskyldurnar heima. I stað þess að vera taka upp pakka vorum við að pakka niður þar sem við skiptum um hótel daginn eftir.
25. Des - jóladagur
Enginn jólaís í morgun mat bara tjekkað ut bíða eftir að vera sótt a tuk tuk til að fara niður a bryggju, þar fórum við um borð i party boat sem sigldi með okkur ut að lítilli eyju þar sem við fengum að stökkva úti og snorkla sma.
Eftir snorklið vorum við orði. Glorhungruð og fengum við hrisgrjon, kjukling og ávexti i hadegismatinn.
Sátum uppi a bátnum isolbaði þangað til við komum að eyju þar sem við fengum að labba um i skóginum og tjilla a hvitri strönd, fengum semsagt sma hvít jól :)
Eftir busl i sjónum og afslöppun sigldum við til baka til Sihanoukville.
A bryggjunni fórum við beint a Apollo's þar sem Vutty kenndi okkur að gera kjuklinga réttinn og allar sosurnar með fra grunni. Meðan við sátum og gæðum okkur a þessu ljuffenga mat skrifaði hann niður uppskriftina fyrir okkur, gaf okkur netfangið sitt svo við gætum spurt hann ef við værum i vafa með eitthvað.
Fengum mynd af okkur saman, þökkuðum fyrir okkur og héldum heim a hotel.
Meira skype og Meira kósy,
26. Des - annar i jólum
Sólar vörn bikini og niður i morgunmat, beint i sundlaugina þar sem við slöppum nu af og njotum solarinnar.
Framundan hja okkur er rúta til Phnom Penh höfuðborgarinnar gista þar i tvær nætur, taka svo rutu til Siem riep Skoða Angkor Wat og þaðan tökum við rutu til Bangkok þar sem við verðum um áramótin.
Knús heim :)
Yrsa&Arnar
- comments