Profile
Blog
Photos
Videos
12. Jan
Deep dive og wreck dive .
Vöknuðum snemma til að fara kafa fyrstu köfunina okkar niður a 30 m.
Magnað hvað það var litið öðruvísi að vera svona miklu dypra, ekki mikill þrýstingur a eyrun en þeim mun mikilvægara að fara rólega upp.
Eftir tjill a bátnum og siglingu a annan stað gerðum við okkur klár til að fara niður aftur, i þetta skiptið að Skoða Skip sem hafði verið sökkt i þeim tilgangi að leyfa köfurum að Skoða það.
29,5 m og allt i góðu, sáum sting ray undir einum steininum þarna nirði.
Gaman saman i kafi, og restin af deginum notaður i að slappa af rölta um bæinn i síðasta skiptið, síðasta kvöldmáltíðin með krökkunum og allir kvaddir með knúsi.
13. Jan
Tókum taxa að sangsom harbor þar sem við tók C.a 1,5 tíma bið og svo 1,5 klst bátsferð sem var nokkuð þæginleg góð sæti og ekki of troðinn. Það fyrsta sem við gerðum á koh phangan var að breyta rútu miðunum okkar frá Tælandi til Kuala Lumpur frá 17.jan í 16.jan svo við þurftum ekki að borga fyrir auka nótt á hótelinu á Koh Phangang búinn að fá nóg af eyjagistingum. Hótelið i þetta skipti var sjúklega kósy gott rúm, sjónvarp, A/C, heitt vatn, sundlaug, pool borð, borðtennisborð og C.a 2min á ströndina. Fórum aðeins í sundlaugina að spila beach ball skriðum svo dauð þreytt uppí rúm að sofa.
14. Jan
Fórum á ströndina til hádegis áður en við röltum niðri bæ sem var C.a 15 mín labba þar fengum við okkur pizzu i hádegismatinn kominn með algjört ógeð á núðlum og hrísgrjónum. Keyptum okkur ar bönd og full moon boli til að vera eins og allir aðrir. Uppá hóteli var svo tekin smá siestu áður en farið var í Ping pong, pool og borðað kvöldmat á hótelinu.
15. Jan
Borðuðum á írskum veitingastað sem var mjög góður Arnar fékk sér cesar salat og ég fékk mèr kjúklinga samloku. Tókum æfingu í garðinum í skrítnum tækjum sem við áttuðum okkur ekki á hvað þau ættu að hjálpa þér en lékum okkur samt sem áður. Kvöldmaturinn í þetta skipti var pizza á food factory besta pizza sem við höfum fengið í ferðinni en stenst engan samanburð við pizzurnar hans pabba. Komum til bara þar sem eftir okkur beið taxi sem fór með okkur að full moon partýstaðnum, þetta partý stóð ekki alveg undir væntingum. Alltof mikið af alltof fullu fólki, leiðinleg tónlist þar sem ekki var hægt að dansa við nema að vera buin að drekka nokkrar fötur. Það sem við höfðum mest gaman að var að sjá eld sýninguna, eld snú snú, að fá að mála okkur og sjá alla furðufuglana þarna. Tókum svo taxa til baka um 3 til að ná smá svefni fyrir bátinn sem fór 07:00.
16. Jan
Náðum 1 og hálfum tíma i svefn áður en við rölltum að ferjunni þessi ferja tók 2,5 klst svo tók við 1klst af rútu að Sura Thani þar skiptum við um rútu og tókum svona mini van sem var sjúklega óþæginlegur sú ferð var 4 klst að bænum Hat Yai, þar skiptum við í sjúklega þæginlegan mini van sem fór með okkur gegnum landamærin og að Penang í malasíu. Bílstjórinn var hins vegar á mörkunum að keyra altof alltof hratt held að hann hafi verið á C.a 180km hraða enda gat engin sofið í rútunni allir með í maganum hólóttur vegur og 180km hraði ekki góð blanda. Komum að penang um 9:30 og þurftum að bíða þar til 11:30 eftir næstu rútu fórum þvi að fá okkur að borða á eina staðnum sem var opinn og var það "ljúffengur" KFC. Næsta rúta var sú versta óþæginlegur sæti, sjúklega kalt og grenjandi börn en komumst við á leiðarenda um 07:00 til Hlífar ekki búinn að sofa í 48klst spjölluðum við hana skoðuðum þetta lúxus hús sem hún átti heima í á 38 hæð með sjúklega flott útsýni. Um hádegið fengum við okkur að borða á veitingastað sem hét social sem var mjög góður komum svo til baka skoðuðum sundlaugina, gymið, tennis völlinn og squash völlinn slöppuðum svo af þar til um 18:00 þegar við fórum niðrí bæ að Skoða twin towers og klcc mollið. Fórum svo og fengum okkur að borða með Bolla, fengum að heyra skemmtilegar sögur frá malasíu áður en við fórum uppá hotel að sofa enda ekki búinn að sofa í 64 klst og dauð þreytt.
18. Jan
Fórum með Hlíf og Bigga að Skoða nýju íbúðina þeirra sem þau munu flytja í á næstu mànuðum ennþá flottari hverfi og algjör paradís ef þú spilar gólf þar sem húsið er nánast á miðjum 27 holu gólfvelli þar sem kostar ekki nema 8 millur á ári að vera meðlimur nema nú sér íbúi þarna. Eftir skoðunarferðina tókum við rúnt um millahverfið þar sem sum húsin voru gjörsamlega gulli klædd og risastór. Biggi skutlaði okkur svo að utima 1 mollinu sem er stærsta moll Kuala Lumpur þetta minnti soldið á Dubai mollið alltof stórt og maður týnist bara en við gàtum gert tvö góð kaup Arnar keypti heimsins léttustu hlaupa/trekking skó frá New Balance og Yrsa keypti sér kjól úr H&M.
19. Jan
Sváfum út og eftir morgunmat fórum við niður að sundlauginni í sólbað.
Heimsóttum China town og gerðum nokkur góð kaup, úr, ávextir, veski og sólgleraugu.
Tókum leigubíl að Little India settumst niður og drukkum einn bjór. Ekki mjög spennandi staður svo við vorum fljót að fara að verslunar götunni: Bukit Pintang. Röltum þar um og skoðuðum rísa stórar búðir.
Rólegt kvöld og pizza heima i húsi.
20. Jan
Morgunmatur í Utama mollinu, rosa góður nýbakaður kanilsnúður.
Fórum i ræktina i húsinu hja Hlíf, rosa gott að taka á þvi eftir frekar langa pasu.
Eftir ræktina for Arnar a fullt að skoða crossfit tima og fann tima sem byrjaði kl 17:00 svo við tókum þvi bara rólega fra hadegi fram að crossfit tímanum þegar við Hlíf skutluðum honum og leyfðum honum að fara svitna meðan við fengum okkur nachos og slöppuðum af.
Arnar búinn a þvi eftir tímann og gott að komast heim í sturtu.
Borðuðum a rosa góðum indverskum stað i kvöldmatinn þar sem eftir að hafa vorðað komu þjónarnir og horfðu soldið a diskana okkar og slumpuðu svo a uppjæðina sem við áttum að borga.
21. Jan - Batu Caves
Vöknuðum snemma og keyrðum af stað að Batu Caves, fundum staðinn og lögðum af stað upp tröppurnar 272.
Rísa stór stytta sem tók a móti okkur og fullt af öpum, mis stórir og spennandi.
Hellirinn sjálfur var frekar subbulegur, mikið af rusli utum allt en flott að hafa séð þetta.
A leiðinni til baka kiktum við i Dark Cave þar sem við fengum að sja leðurblökur, köngulær, kakkalakka, margfætlu og allskonar aðrar pöddur.
Niður stigann aftur og heim a 38. Hæð þar sem við sitjum nú og slöppum af.
Vídjó frá ferðalaginu :)
http://youtu.be/1GFiT3KCVLY
http://youtu.be/wSNgbPnLbv0
Yrsa & Arnar
- comments