Profile
Blog
Photos
Videos
2. Jan
Tólf tima rúta = lítill svefn.
Komum a rutu stöðina kl 6 um morguninn og þurftum að skipta ut rutu miðunum okkar fyrir ferjumiða, ekki alveg vöknuð og tilbúin i daginn létum við plata okkur i að kaupa miða i 4x4 bíl til að flytja okkur fra bryggjunni að hótelinu okkar sem var a hinum enda eyjunnar fra bryggjunni. Eftir langa bið og siglingu að eyjunni komumst við loksins til Koh Phangan þar sem enginn vildi kannast við bíla kvittunina okkur og kom i ljós að þetta hafði bara verið svikamylla sem græddi a okkur 5.000kr og við þurftum að borga alvöru leigubílnum 2.500kr fyrir að flytja okkur þangað.
Komum a hótelið svekkt svöng og vorum fljót að drífa okkur að borða og beint a ströndina.
Tan og skokk, armbeygjur og sandkastalagerð allur dagurinn a ströndinni i rolegheitum og gleði.
Pizza i kvöldmat sem var sögð vera rosa stór og duga fyrir tvo en þegar pizzunni kom a borðið var hun 9" ekki alveg það sem við hugsum fyrir tvo.
Fengum okkur bara ís í eftirrétt til að fylla magann.
3-6. Jan
Þessum dögum eyddum við i afslöppun a ströndinni, göngutúra um umhverfið, hangandi i hengiruminu okkar og nutum lífsins.
Borðuðum góðan mat en ekkert áfengi, bara lúxus líf í afslöppun
Sáum hin ýmsu dyr, svo sem frosk, eðlu úr sjónum, snák éta eðlu, kraminn frosk a veginum (sja mátti mota fyrir beina greindinni), kakkalakka, bjöllur, risa köngulær, moskító og slatta af hundum.
A morgun tökum við svo ferjuna til Koh Tao þar sem við munum byrja a köfunarviku , eg að læra og Arnar að leika.
Bestu kveðjur fra ströndinni
Yrsa & Arnar
- comments
Hlif Njótið ykkar í Koh Tao. Við erum komin heim og bíðum spennt eftir að fá ykkur í heimsókn :)