Profile
Blog
Photos
Videos
30. Jan
Flugið leið frekar hratt þar sem 7,5 klst eru ekki nema 3 kvikmyndir.
Stimpluð inní Ástralíu af mjög hressum landamæraverði sem sagði okkur frá því að íslensk vegabref væru uppáhaldið hans, núna eftir 8 ár í þessari vinnu hefur hann séð 6 samtals.
Stuttar raðir og lítil bið, farangurinn kominn og við út ap reyna redda okkur niðrí bæ, lestin hætt að ganga, möguleikarnir voru tveir 35 $ i rutu eða 45 $ i leigubil, rutan stoppaði ekki nalægt hotelinu svo við tokum taxa, enda ekki spennandi að vera týndur í nýrri borg kl 02:00 um nóttina
Tjekkuðum okkur inn á X Base þar sem við vorum i 4 manna dorm herbergi, hinir tveir sofandi og við fljót að sofna líka.
Þegar við vöknuðum um 11 voru hinir tveir herbergisfelagarnir farnir og við forum hinummegin við götuna að borða hadegismat. 20$ fyrir tvo kebab og kók.
Tókum strætó að Lone Pine Sanctuary þar sem við eyddum tæpum 3 klst i að knúsa kóala, halda á krókódíl og gefa og klappa kengúrum. Sáum Tasmanian devil rífa í sig heila kanínu þar sem hann byrjaði á að taka eyrun af vandlega og reif síðan hausinn af með tilheyrandi subbi svo við hættum að horfa.
Snákar, eðlur, páfagaukar og ponyhestar, kindur og fleiri kengúrur.
Yndislegur dagur og magnað að geta skoðað þessi dýr svona nálægt.
Starbucks og wifi þar sem við skoðuðum plan fyrir næstu daga.
Borðuðum a Queen Street, nachos i forrétt og cesar salat og bjór í aðalrétt. Röltum um göngugötuna og sáum leðurblökur í trjánum.
31. Jan
Svafum til halftíu þegar við þurftum að tjekka ut og fara i annað herbergi.
Röltum að rútustöðinni til að bóka ferð til Gold Coast eftir það forum við aftur heim a hotel að leggja okkur í klukkutíma, allt tímaskyn farið í smá rugl eftir flug og tímamismun.
Röltum að leikhúsinu til að athuga hvort til væru miðar á rocky horror show en svo var ekki.
Chinatown var ekki mjög spennandi þar sem lítið var í gangi og bara undirbúningur fyrir Chinese new year.
Nemendaferðaskrifstofa í kínahverfinu varð auðveldari möguleiki eftir að hafa leitað að netkaffi/kaffihüsi með wifi sem var hvergi að finna.
Almenninleg stúlka sem hjálpaði okkur að bóka hótel a Gold Coast fyrir komandi daga.
Gengum meira um bæinn og borðuðum a mexikóskum stað á matarsvæði í mollinu.
Sitjum nú á torginu fyrir utan city hall að fylgjast með mannlífinu, samt aðallega furðufuglinum sem dansar hér við allskonar lög t.d. Im to sexy for my shirt... Ekkert sexý við það!
Yrsa & Arnar
- comments