Profile
Blog
Photos
Videos
20. Feb
Morgunverðarhlaðborð og svo leigubíll að rútustoppinu þar sem við vorum mætt 7:25 og ekki nema 5 mín í rútuna, eeeen hér gerist allt a Fiji time, svo rutan kom 35 mín síðar.
Vorum mætt til pacific harbour 11:30 þar wem við tjekkuðum okkur inn, klæddum í bikini og skelltum okkur í hádegismat áður en við lögðumst á sundlaugarbakkann.
Það var alltof heitt til að liggja eitthvað af viti svo við eyddum meiri tíma í sundlauginni sem var ekki köld þar sem sólin var búin að hita hana slatta.
Þegar við vorum orðin þreytt á sólinni tókum Við smá siestu aður en við fórum út að hlaupa og gera smá þrek.
Aftur i sundlaugina sem var nú heitari en að vera liggjandi í skugganum á bakkanum, þegar sólin var farin að lækka á lofti fórum við uppúr í sturtu og hrein föt, moskítóvörn og gleði.
Kvöldmatur á hótelinu þar sem tok svo við önnur danssýning, aftur vorum við dregin uppa svið að dansa nú i sitthvoru lagi, strákarnir fyrst, allir rífa sig úr að ofan og dansa og sýna sig. Við stelpurnar lærðum hvernig átti að hrista á sér rassinn og dönsuðum smá dans til að æfa það.
Smá eld show í lokin þar sem þau gerðu hinar ýmsu lyftur meðan þau sneru kyndlunum.
Alltof heitt til að geta sofnað en of uppgefin til að tolla vakandi.
21. Feb
Morgunmatur 8:00 og setið lengi til að borða eins mikið og hægt var af þessu girnilega hlaðborði. Slöppuðum af í skugganum við sumdlaugarbakkann áður en við tjekkuðum út til að fara á næsta hótel.
Borguðum heilar 325kr fyrir leigubíl að næsta hóteli, Club Oceanus.
Annað dorm herbergi en bara annað par með okkur svo frekar tómlegt miðað við 24 rúm.
Tan við og í sundlauginni, ferð í supermarkaðinn að kaupa vatn haframjöl og núðlur (nú skal sko sparað, aðallega til að eiga fyrir flottum kokteilum eða bjór)
Elduðum okkur hafragraut í hádegismat, fengum afhenta Adventures In Diving Manual þar sem við höfum nú heimavinnu fyrir köfunarkúrsinn okkar sem byrjar á morgun.
22. Feb
Hafragrautur í morgunmat og útí köfunarskúr að taka til allan búnaðinn áður en haldið var á bátinn.
Sigldum að köfunarstaðnum "Bistro" þar sem við fórum í fyrstu hákarlaköfunina okkar!
Frekar skrítið að vera klæða sig í búnaðinn og fylgjast með hákörlunum fyrir utan bátinn syndandi í kring.
En um leið og þeir létu ruslatunnu fulla af dauðum fiski síga ofaní sjóinn eltu hákarlarnir og við fengum frið til að hoppa útí.
Niður á 25m þar sem við stóðum við reipi og fylgdumst með meðan þeir gáfu hákörlunum að borða, bæði úr opinni ruslatunnu og með því að rétta þeim fiskhausa. 7 tegundir af hákörlum og allir rosa spenntir að fylgjast með.
Allir komu heilir uppúr þessari köfun og spenntir að fara ofaní aftur til að sjá fleiri hákarla.
Seinni köfunin var á 20 m þar sem við vorum mun nær hákörlunum 2-3m á milli okkar og einum hættulegustu verunum þarna í sjónum.
Áfram héldu þeir að mata hákarlana og við fylgdumst spennt með, það var því frekar furðulegt að finna eitthvað synda á milli mín og mannsins við hliðiná mer þegar hendin á mér snerti eitthvað skritið sem þegar ég leit við sá að var 3m lemon shark!
Aðeins of klikkað að horfa á hann synda svo bara í burtu eins og það að rekast í smá mannfólk væri bara eðlilegt.
Allir heilir uppúr og himinlifandi með þessa vel heppnuðu hákarlaköfun.
Logguðum, sturta, hádegismatur og lestur.
Fórum með pari frá Kanada í smá bæjarferð þar sem það rók okkur tæpar tíu mínútur að ganga um allar búðirnar á svæðinu. Fengum að smakka Kava, þjóðardrykk Fiji, piparrótar drykkur.
Rólegheit og spjall um ferðalög með Kanadaparinu.
23. Feb
Nóg af hafragraut í morgunmat og snögg að gera okkur til og útá bát, ekki jafn margir með í þessari ferð þar sem við vorum að fara kafa á kóralrifi í þetta skiptið.
Fullt af fiskum, handstöður, heljarstökk og hávinklar.
Komum sátt uppúr eftir tvær góðar kafanir þarsem við sáum litla hákarla vera laumast í burtu frá okkur, lionfish sem er öðruvísi flottur fiskur og yellowtail barracuda sem var aðallega gaman að sjá af því við þekktum hann með nafni eftir að hafa flett í fish identification bókinni þegar við vorum að læra heima.
Tjill, siesta, káruðum að læra og slöppuðum af.
Núðlur í kvöldmatinn og kókoskex í eftirrétt.
Yrsa og Arnar
- comments