Profile
Blog
Photos
Videos
24. Feb
Síðasti dagurinn á köfunarnámskeiðinu þar sem við tókum aftur hákarlaköfun þar sem þeir voru að gefa hákörlunum.
Þessi köfun var klárlega sú besta þar sem við fengum að sjá 4,5m Tiger shark synda í kringum okkur, stundum alltof nálægt.
Eftir þessar tvær kafanir fórum við aftur til baka, í sturtu pökkuðum saman dótinu okkar og fórum útá götu til að bíða eftir rútunni. Stór silfruð ruta sem var búið að mæla með því að við myndum taka, en meðan við biðum stoppaði litill rauður sendirðabill með fullt af Fijibúum og spurði hvort við vildum far, við ákvaðum að þiggja það þar sem það var ódýrara en rútan og þetta leit ágætlega út.
1,5 klst í sendibíl a fullriferð og allskonar fólk með innkaupapoka, ferðatöskur, bakpoka og börn sem foru inn og út a mismunandi stoppum.
Stoppuðum í Sigatoka a leiðinni þar sem bílstjórinn fékk sér samloku á kaffi meðan stóðum við og spjölluðum við koknuna sem vann í sjoppuna um lifið a Fiji og ferða lagið okkar.
Tjekkuðum okkur inná Geckos resort, lítill krúttlegur staður með sundlaug og matsölustað, allt sem þarf til að geta slappað af.
Herbergið var stórt með aircon, sjonvarpi og dvd spilara til að geta horft a dvd mynda safnið sem var i boði a hotelinu.
Tókum uppúr töskunum þar sem við ætluðum að gista hér í 10 nætur, gott að geta hvílt sig aðeins á því að búa í bakpoka og dreift úr dótinu sinu utum allt.
25. Feb
Tókum leigubíl til Sigatoka til að kaupa okkur smá mat til að eiga, röltum um bæinn, tók ekki langan tima þar sem bærinn var ekki stór, enduðum á að koma heim með fullt af mat, eyrnalokka og Ukulele.
Kjúklingasalat í hádegismat á hótelinu sem var ekkert alltof gott.
Þar sem veðrið var ekki það besta og það byrjaði að rigna þegar við komum. Til baka var lítið annað að gera en að fara a youtube og reyna læra að spila.
Þvoðum þvott, klipptum arnar og glömruðum svo meira á Ukuleleið.
Dvd mynd fyrir svefninn.
26. Feb
Rigning þegar við vöknuðum, rigning meðan við æfðum okkur a ukulele, rigning meðan arnar lærði spænsku og ég las. Rigning allan daginn og við slöppuðum bara af á hótelinu og gerðum lítið.
27. Feb
Eftir morgunmat fórum við í bæjarferð tvö, aðallega til að kaupa annað ukulele svo við gætum bæði verið að spila á sama tíma. Hlupum um bæinn með regnhlífina meðan við leituðum að stað til að kaupa aukastrengi ef þeir skyldu slitna, fundum það hvergi.
Hádegismaturinn á hótelinu var aftur frekar vondur svo við sáum að það væri fínt að borða bara núðlur og bollasupur og spara aðeins í staðinn fyrir að borða vondan dýran mat.
Æfðum okkur meira og horfðum á sjónvarpið.
28. Feb
Verðið leit betur út í dag svo sunddót og sólarvörn og útí sundlaug, við vorum varla buin að vera þar í hálftíma þegar það byrjaði að rigna aftur, og það rigndi og ringdi allan daginn.
Bjór, ukulele, sjonvarp og tjill.
1. Mars
Sól og blíða þegar við vöknuðum svo við vorum fljót að nýta tækifærið og fara i sundföt út í sólbað, alltof heitt til að liggja bara og tjilla og mun betra að vera í lauginni.
Slöppuðum af í solinni, æfðum ukulele, urðum óþolinmoð þar sem ekkert hljómaði nógu vel, tókum pásu og arnar skoðaði köfunargræjur á netinu, aðeins of spenntur að kaupa allan pakkan og geta farið að kafa meira.
Rólegheit og dvd
2. Mars
Beint útí sundlaug að tana í góða veðrinu, skype við mömmum og pabba og svo meira tan.
Eftir þrek inná herbergi röltum við glorhungruð yfir a shangri la resort að fá okkur að borða, fengum þar ljuffenga eldbakaða pizzu röltum um svæðið og keyptum minjagrip.
Röltum til baka og lékum okkur eins og börn í sundlauginni, hoppa útí, gera bombur og spígathopp.
Æfðum okkur á ukulele meðan við biðum eftir kvöldmatnum. Meðan við borðuðum horfðum við a polynesian danssýningu, þar sem þetta var ekki fyrsta svona danssýningin könnuðumst við bæði við lögin og dansana.
Skemmtilegt samt sem áður og smá eldsýning í lokin.
Æfðum okkur meira á ukulele og slöppuðum af inná herbergi.
3. Mars
Ég vaknaði kl 9 og skellti mér í sólbað meðan Arnar svaf til hádegis.
Núðlur í hadegismat og ukulele tími.
Hádegismatur og siesta til að hvíla sig á sólinni.
Borðuðum kjúklinga og maís súpu í kvöldmat sem var rosa góð.
4. Mars
Beint til Sigatoka að kaupa ukulele numer þrjú þar sem ukulele numer tvö virkaði ekki, fengum það staðfest frá starfsfólkinu á hotelinu að sú týpa væri meira bara minjagripur en eitthvað til að spila á.
Keyptum sma meiri ís og forum svo til baka uppa hotel að tana og æfa okkur, hljomaði miklu betur nuna þar sem við vorum ekki að spila á eintomt drasl og buin að ná nokkrum gripum.
5. Mars
Pökkuðum saman öllu dótinu okkar til að vera reddý í flug a morgun, svo bara týpískur dagur, tjill sólbað ukulele og kósý.
Borðuðum aftur þessa ljúffengu kjúklingasúpu í kvöldmat og gerðum vel við okkur með súkkulaðiköku og ís í eftirrétt.
Röltum um hótelsvæðið þar sem allt var morandi í froskum, froskar að bíta vasa ljósið okkar, hoppa á okkur, hoppa á aðra froska og svo froska sem litu út fyrir að vera reyna búa til börn.
Horfðum á sjónarpið og sofnuðum
6. Mars
Tjekkuðum ut af hotelinu og tjilluðum svo a sundlaugabakkanum, röltum yfir a Shangri la til að borða pizzu i hadegismat og tjillum nú og bíðum eftir að tíminn líði.
Rúta á eftir úta flugvöll og svo 11 klst flug til LA.
Yrsa og Arnar tan
- comments