Profile
Blog
Photos
Videos
19. Feb
Flugvélin var eins og gömul iceland air flugvél, engin sjónvörp í sætunum en lítið sjónvarp í loftinu, flugfreyjurnar sýndu hverenig atti að spenna beltið og blása upp björgunarvestið. Fyrsta skipti í þessari ferð þar sem alltaf hafa veerið sjónvörp fyrir hvern og einn sem sýna myndband bæði á arabísku og ensku.
En við lentum heil á húfi í Nadi, í 32*C . Það er frekar heitt.
Gengum úti frá flugvélinni að flugvallar byggingunni.
Stimpluð inní Fiji og lítið sem ekkert eftirlit eftir tollvarningi eða öðru smygleríi.
Allir voða almennilegir, sóttum töskurnar og gaurinn sem renndi þeim í gegnum gaf mér hi-five þegar taskan kom í gegn, lyfti bakpokanum upp og setti hann a bakið, algjör lúxus.
Áttum bókaðan hótelflutning svo við biðum í 20 mín eftir bíl sem kom og skutlaði okkur uppá hótel. Tjekkuðum inn og urðum fyrir smá vonbrigðum þar sem við héldum vijð hefðum bókað single room en ekki 30 manna dorm herbergi, en þetta var nú bara ein nótt svo það gerði ekki mikið til.
Boðruðum kvöldmat á hótelstaðnum og biðum spennt eftir fire showinu sem átti að vera þarna um kvöldið.
Byrjaði á allskonar hefðbundnum dönsum frá mismunandi eyjum hér í kring og svo var Arnar tekinn upp og honum ásamt fleirum kennt að Bula.
Meira dansað og svo færðist sýningin niður á strönd þar sem þeir kveiktu í kyndlum og sýndu allskonar listir með eldinn.
Þegar eldurinn var búinn byrjuðu þeir með allskonar leiki þar sem við vorum bæði dregin uppa svið að vinna saman í hópum með hinar helstu þrautir.
Gaman og öðruvísi svo var bara snemma í háttinn þar sem við áttum bókaða rútu 7:30 til pacofoc harbour.
- comments