Profile
Blog
Photos
Videos
17. Feb
Fimmtíma rúta til Auckland þar sem við slöppuðum af, röltum um og borðuðum kjúklingapítu í kvöldmatinn
18. Feb
Vöknuðum snemma og fórum út að sky tower þar sem við vorum pikkuð upp af Javier hressum gaur frá Chile sem sá um conyoing ferðina sem við vorum buin að bóka.
Klukkutíma keyrsla að Piha þar sem við spjölluðum við englendina tvo sem vorum með okkur á leiðinni.
Mætt í Piha klædd í þykka blautgalla og uppí bilinn aftur, stutt keyrsla að gilinu þar sem fyrst var smá kennsla hvernig átti að nota reipin til að síga niður gilin, hálftíma ganga upp fjallshlíðina.
Svo var komið að því láta sig síga niður, fyrsti kletturinn var um 20m og freekar hræðilegt, standa á brúninni og trerysta því að bandið haldi.
En allt gekk þetta nú vel og við komumst niður svo var haldið áfram í öryggislínu meðfram brúninni. Næsta var 50m ! Það var flott alveg hliðina fossinum og grænt og fallegt.
Allir heilir niður og gengið áfram í ánni að næsta sigi.
Þetta var þröngt gil og að fara niður þarna var maður með fossinn í fangið og miklu skemmtilegra þar sem það var öðruvísi :)
Hoppað nokkrum sinnum af brúninni og synt með álunum í vatninu. Klifrað í gegnum sprungur og rennt ser með hausinn á undan í gegnum litlar sprungur.
Gengum í ánni til baka að bílnum algjörlega búin á því, skiluðum blautbúningunum og svo skutlaði hann okkur til baka í bæinn.
Fallegt landslag útum gluggann, fullt af trjám, engi og fjallshlíðar.
Flatbaka í kvöldmat og spjall við skemmtilega herbergisfélaga. Fólk frá úrugvæ og sviss.
Bjór og pub quiz a barnum við hliðina.
Yrsa & Arnar
- comments