Profile
Blog
Photos
Videos
15. Feb
Eftir að hafa tjekkað okkur út röltum við í útilegubúðir í bænum og fundum okkur handklæði þar sem við vorum búin að nota okkar gömlu næstum því í gegn, splæstum á okkur ofurþunnum dry-fast fyrirferðalitlum handklæðum.
Klukkutíma rútu til Taupo lærðum við ýmislegt um kuwait þegar við hittum strák þaðan sem við spjölluðum við.
Ef þú giftist konu frá kuwait færðu hálfa milljon dollara (60.000.000kr) til að kaupa hús ogbíl. Engir skattar svo launin þín fara beint í vasann. Ef þú stendur þig vel í menntaskóla borgar kuwait fyrir ferð til nýjasjálands eða ástralíu állt innifalið þar sem þeir geta farið í háskóla. Ef þeir eru gripnir með dót missir öll fjölskyldan húsið og allar eigur ásamt því að missa ríkisborgararéttinn sinn og geta þá ekki unnið.
Komin til taopo og á urban retreat, þetta fína fína hostel þar sem við gistum í 16 manna dorm herbergi.
Rölt um bæinn þar sem við fundum fleiri útivistarbúðir með allskonar skemmtilegu dóti og rosa flotta bakpoka á góðu verði, svo Arnar splæsti á sig nýjan bakpoka þar sem 3000kr pokinn fra vietnam var farinn að láta sjá á sér.
Pökkuðum aftur og sáum að við gátum komið nokkurnveginn öllu dotinu okkar í nýja 75l bakpokann þegar við prufuðum að kasta þvi bara ofaní til að prufa.
Rölt um bæinn með fram vatninu þar sem við hittum gaurinn sem seldi okkur bakpokann í hinni vinnunni sinni. Golf keppni, 102m útí vatninu var pallur svona 10x10 þar á voru þrjár holur ef maður hitti í rauðu holuna fékk maður 10.000 dollara (1.000.000kr) hinar holurnar voru svona sandbed og þar voru bara minni vinningar.
Spjölluðum við þennan vin okkar frá Eistlandi áður en við fórum heim að borða kjúkling og salat uppá hosteli.
Rólegheit lestur fyrir svefninn.
16. Feb
Vöknuðum um níu þar sem að veðurspáin fyrir daginn hafði ekki verið nógu góð fyrir daginn þegar við kíktum í gær, vorum búinað sjá spennandi fjallgöngu Tongairiro crossing 6 klst ganga í fjöllunum við vatnið.
Þegar við vorum að hugsa um að bóka þetta kíkti stúlkan á veðurspana fyrir okkur og sagði að það væri kalt og við þyrftum hljýja peysu, bol og undir föt, góða skó og húfu, vettlinga. Við vorum ekki með neitt af þessu svo við ákváðum að fara ekki illa búin í göngu og enda á því að frjósa og verða sótt af björgunarsveitinni. Ekki skemmtilegasta ferðasagan svoleiðis.
En við fundum okkur bara aðrar göngur í staðin, ekki fjallgöngur en það sem bætti aðeins upp fyrir veðurspána í fjallinu.
Áður en við lögðum af stað i gönguna keyptum við okkur rosa flott silikon nestisbox sem við fylktum af kjúklingi og salatsafgöngum eftir kvöldmatinn í gær
Gengum að Huka fossinum sem tok klst útúr miðbænum og svo klukkutíma þegar við vorum komin að göngustígnum.
Upp og niður , hægri vinstri , nestisstopp og svo gengið áfram, falleg ganga að fossinum sem var rosalega vatnsmikill og þvílíkur undirstraumur.
Gengum aðra leið til baka meðfram gotunni í sólinni og spennt að komast uppá hótel í sturtu.
Hrein og fin lögðumst við niður og lásum og erum nú að fara borða meiri kjúkling í kvöldmatinn :)
Yrsa og Arnar
- comments