Profile
Blog
Photos
Videos
7. Des
Eftir stutt flug vorum við lent i Hanoi, borguðum 2500kr fyrir klukkutíma leigubíl að hótelinu okkar sem er mjög miðsvæðis og flott með virkilega almennilegu starfsfólki.
Þegar við vorum buin að skila af okkur bakpokunum i þetta fína hotelherbergi röltum við um bæinn. Ákváðum að taka stefnuna a vatnið i miðbænum, en að komast þangað var ekkert djók, mikil mótorhjólaumferð og engar augljósar umferða reglur, svo til að komast yfir götu var næstum best að loka bara augunum og ganga af stað yfir og vona það besta, í kringum vatnið Hoan Kiem Lake var mikið meiri ró og fullt af fólki úti að hlaupa og gera kjanalegar líkamsræktaræfingar. Eftir göngu kringum vatnið vorum við orðin svöng og settumst niður a litlum krúttlegum veitingastað à tveim hæðum þar sem þau notuðu talstöðvar i samskipti milli hæða. Hamborgari og pasta var öruggt og ódyrt val, og auðvitað þurftum við að smakka nýjan bjór : Hanoi Beer , ljós mjög bragðgóður bjór.
Eftir kvöldmatinn röltum við uppá hotel og söfnuðum yfir asisku so you think you can dance.
8. Desember
Við vöknuð alltaf jafn snemma (7:30 i þetta skiptið) og tilbúin i daginn, morgunmatur a hótelinu og keyptum okkur rútu miða lika þar sem starfsfólkið vill allt gott fyrir mann gera. Eftir þessi góðu kaup, opinn rútu miði fra hanoi til HCMCity fyrir tvo á 13.000kr gengum við ut i geðveikina aftur með stefnuna a Hoa Lo Prison.
Þetta var eitt stærsta og öruggasta fangelsi indochina, þetta var sjokkerandi hvað klefarnir voru litlir miðað við fanga fjölda, og pyntingarverkfærin synd og fallöxi.
Eftir þetta fangelsis rölt fórum við að Temple of literature, við sáum ekki hvað var svona merkilegt við þetta en hluti af þvi var kannski skortur a skiltum á ensku/ skortur a kunnáttu a vietnömsku. Þarna var fullt fullt af fólki og verið að utskrifa fullt af fólki svo við vorum fljót að fara ut aftur i klikkuðu umferðina.
Gengum um bæinn, borðuðum hádegismat, keyptum litinn bakpoka, og tókum svo sma siestu uppá hóteli.
Fórum ut aftur um kl 18:00 til að borða kvöldmat og Skoða nætur markaðinn her rett hja. Götu matur, kebab i kvöldmatinn a heilar 450kr fyrir okkur tvö, vel úti látið og við pakksödd.
Eg keypti mer pils 810kr og Arnar keypti ray ban sólgleraugu 1030kr frekar god kaup :)
Keyptum sma jarðber sem kvöldsnarl sem kom síðan i ljós að svona helmingur voru ónýt.
Spjall a skype við mömmu og pabba (Yrsu) þar sem farið var yfir síðustu daga og komandi daga, þau að baka piparkökur i kulda og snjó og við spennt a leið i siglingu um Halong Bay a morgun. Mamma (arnars) hitti svo vel a að kikja a mömmu og pabba meðan við vorum að spjalla svo við náðum að heilsa henni lika :)
Alltaf gaman að fa kveðjur að heiman og vita að manns er saknað svona smá ;)
Knús, Yrsa & Arnar
- comments
Hlíf Frábært að lesa þetta blogg hjá ykkur haldið áfram að skemmta ykkur. Skál frá Portoroze :)