Profile
Blog
Photos
Videos
28. Des
Svafum til 9 og i hotelmorgunmatnum var ekkert til, ekki brauð ekki avextir og ekki sirop með pönnukökunum sem voru það eina sem var eftir a matseðlinum.
Þegar við ætluðum svo að tjekka okkur ut ætluðu þeir að rukka okkur aftur, eftir hálftíma af rökræðum og pirringi sáu þeir loks að við vorum buin að borga a netinu og hleyptu okkur ut, vorum orðin frekar sein þar sem við ætluðum að labba að FCC veitingastaðnum þar sem við áttum að hitta MK til að fara a ljosmyndanamskeiðið. Gengum rösklega i klukkutíma og vorum rett svo mætt a réttum tima. Gott að geta lagt fra ser bakpokana og sest niður. Hann kenndi okkur a helstu stillingar og sagði okkur hvernig er best að nota hvaða stillingar. Eftir alla þessa fræðslu vorum við spennt að fara ut og prufa eitthvað af þessu.
Tuk tuk niðrað bryggju, ferry yfir a fátæktara svæði, lélegri hús meiri fátækt og fullt af flottu myndefni. Eftir að hafa tekið slatta af myndum fórum við til baka. Kvöddum alla og fórum og borðuðum pizzu og nýja tegund af bjor "cambodia" með betri bjorum sem við höfum smakkað.
Röltum um bæinn til að eyða tíma þar til rútan for. Höfðum fengið leiðbeiningar um hvaða rutu ætti að bóka og eftir sma rannsókn kostaði bara 6$ Meira (30 ekki 24) að taka Giant Ibis sem atti að vera svaka lúxus svefnruta i staðinn fyrir að taka venjulega rutu. Við splæstum a okkur en sáum svo sannarlega eftir þvi, rutu sætin voru ju ágæt og wifi virkaði en loftræstingin var stillt a max svo þetta var eins og að gista i frystikistu. Nokkur teppi, peysa kur og þreyta hjálpaði okkur samt að na 2 tima svefni. (Í 6klst rutu)
29. Des
Komum til Siem Reap 5:30 þar sem beið heill floti af tuk tuk, þar sem hótelið okkar var frekar langt i burtu (google sagði 1 klst og 40 mín gangandi) tókum við tuk tuk a hótelið Tasom, þar var sofandi starfsfólk i anddyrinu en mjög almennilegt, þau sögðu okkur að við gætum ekki tjekkað inn strax, við fengum að leggjast i sofann þarna og tengjast netinu. Reyndum að sofa sma og kl 8:30 sagði hann að við gætum tjekkað inn nuna ef við myndum taka herbergi bara með viftu ekki loftkælingu, við voru. Mjög satt með það og þáðum það með þökkum. Bokuðum rutu til Bangkok daginn eftir og lögðu okkur aðeins eftir svefn litla nott i rútunni.
Þegar við röltum um hádegi ut vorum við orðin glorhungruð og settumst niður a stað rett hja ánni. Kjúklinga samloka og nautakjötsnúðlur, það var allavega það sem stoð a mátseðlinum, bragðið var ekki eins og nautakjöt og útlitið ekki heldur. Hvaða kjöt þetta var munum við aldrei vita með vissu en grunur um að þetta hafi verið hunda kjöt var ekki að hjálpa Arnari að klára matinn.
Eftir matinn fórum við og skoðuðum Pagoda við ana og ákváðum við að styrkja endurbyggingu þess um 20$ og fengum i staðin nöfnin okkar máluð a gullvegg inni hofinu.
Röltum um í leit að minjagrip tók lengri tima en venjulega en eftir það keyptum við nesti fyrir rutu ferðina daginn eftir sem a að taka um 9 klst til Bangkok.
Afslöppun a hótelinu og hvíld þar sem svefnleysi eykur leti mikið.
Hlökkum til að komast til Bangkok a morgun en þar verður stoppað stutt þar sem við erum buin að bóka hotel a eyju i suður tælandi 2.jan. Meiri sol meiri strönd gaman gaman :)
Yrsa &Arnar
- comments