Profile
Blog
Photos
Videos
1. Feb
Tjekkàt kl 10, burrito i morgunmat og svo rölt uppá rútustöð i alveg ágætisrútu.
Þegar við komum a rutustöðina saum við leiðbeiningar hvernig ættinað taka stræto að hostelinu svo við leituðum að stræto, þegar við fundum hann var stræto bilstjorinn svo almennilegur að hann vildi ekki rukka okkur 6$ A mann þar sem ferðin var svo stutt, han sagðist ætla gefa okkur helmingsafslátt en tækið var ekki alveg að samþykkja þetta svo hann retti okkur seðilinn til baka og sagði við þyrftum ekki að borga. Alltaf gaman þegar borgir taka svona vel á móti manni.
Stelpan i lobbyinu var mjög næs og hjalpaði okkur við að bóka köfun fyrir næsta dag, fann fyrir okkur strætó leiðina þangað, prentaði út allar upplýsingar svo við myndum örugglega ekki týnast.
Skiluðum dotinu uppa herbergi i sunddot og beint i frítt far niðrí bæ frá hótelinu.
Kíktum í infinity, hús sem var buið til með speglum ljosum og alskonar hljóðfítusum til að búa til skemmtilega leið að ganga i gegnum, ekki geggjað en öðruvisi. Brauð með camerbert í hadegismat.
Röltum svo strandlengjuna til baka uppa hostel. Slöppuðum af, borðuðum nachos i kvöldmatinn og fórum snemma að sofa þar sem við attum að taka stræto kl 6:01.
2. Febrúar
5:45 vaknað alltof seint hlaupið út í strætó, áttuðum okur það að við gleymdum nokkrum aðalhlutunum (log bókinni og rauðu filmunni a gopro) en það varð að hafa það.
1,5 klst i stræto og við mætt 20 min fyrr á heimilisfangið sem okkur hafði verið gefið fyrir dive búðina. Við leituðum og leituðum og hvergi var buðin, bara bretta búð a heimilisfanginu, töluðum við eigandann þar sem sagði að dive búðin væri flutt en breytti aldrei heimilsfanginu, fengum að hringja hja honum til að fa að vita við væru, a vitlausum stað, fengum nyja heimilisfangið og röltum svo af stað spurðum vegar oft á leiðinni og alltaf var þetta bara 5 min i burtu, mjög langar fimm mínutur þar sem það tók okkur 45 mín að ganga/ hlaupa þessa leið.
Þegar við vorum loksins komin sveitt og pirruð eftir þetta vesen fóru hlutirnir að ganga betur.
Okkur skellt í alveg síðerma þykka blautbúninga sem við vorum ekki alveg að skilja að við þyrftum, sjorinn 23' C heitur og i tælandi höfðum við kafað an blautbunings i 26'C.
Keyrðum af stað i gallanum að batnum þar sem tók við rússíbani, þvílíkur öldugangur! Flugum upp ur sætunum og best að vera fljotur að gripa i eitthvað að halda í.
Cook island köfunarstaður.
Fyrsta köfunin (13,3m - 38 min) var álíka mikill rússíbani þar sem straumurinn var svakalegur, fram og til baka í allar áttir, náðum ekki alveg að njóta þess jaf vel að kafa þar sem við vorum að berjast við strauminn. Sáum þó Wobby Gong Shark, scorpion fish, arrow fish og puffer fish.
Seinni köfunin (13,5m - 39 min) var mun betri þar sem straumurinn var ekki jafn mikill og þar saum við fleiri Wobby Gong hákarla, Risastóra BullRay, sting ray, cray fish, cuttle fish, iron fish, moray eel.
Meðan við vorum að ganga frá dótinu syntu tvær skjaldbökur meðfram bátnum , green sea turtles, hefði verið gaman að fá að synda með þeim en ekki þetta skiptið.
Búin a því og glorhungruð eftir köfunina tókum við stræto að surfers paradise þar sem við borðuðum dominos pizzu i hadegismat og ben & jerry's í eftirrétt.
Tan á ströndinni og rölt uppá hótel, skokkað á ströndinni á leið í súpermarkaðinn og mokkrar hnébeygjur.
Allskonar skemmtilegt sniðugt dót á kvöldmarkaðnum þar sem við keyptum ekkert eftir að hafa eytt fullt af peningum í að kafa :)
Pakka tjilla sofa.
3. Feb
Tjekk át 10, stræto að rutustöðinni og rölt um verslunargötuna, sitjum nú á Starbucks að drekka hádegiskaffi og bíðum eftir rútunni til Byron Bay
Yrsa & Arnar
- comments