Profile
Blog
Photos
Videos
3.feb
Rútan var fljót að líða og við komum til Byron Bay um fimmleitið. Röltum að hotelinu okkar og tjekkuðum okkur inn í síðasta tveggja manna herbergið i langan tima.
Röltum um bæinn, fundum mojo surf og fengum upplýsingar fyrir morgundaginn, borðuðum hamborgara i kvöldmatinn og forum snemma að sofa.
4. Feb
Vöknuðum snemma og borðuðum epli og banana i morgunmat meðan við gengum að pick up staðnum, þar voru sirka 12 stelpur að bíða líka, frekar skritin hlutföll en þau löguðust þegar það komu 5 gaurar i viðbot.
Ruta með öllum niður a strönd, fengum bretti og svo byrjuðum við að teygja og læra helstu tæknina við að standa upp.
Allir uti sjoinn að detta aftur og aftur og aftur.
Eftir klukkutíma af því að gleypa sjó, detta, hlægja og ná að standa nokkrum sinnum var gott fa sma pasu, vatn og appelsinu aður en við forum uti sjoinn aftur.
Þetta gekk mun betur, drukkum minni sjó og stóðum meira.
Ruta alla leið að nyja hostelinu Arts Factory sem var samfelag utaf fyrir sig, 10 min ganga i bæinn en i raun hægt að vera þar bara allan timann.
Gistum þar i Teepees, hringlaga tjöld með einni sulu i miðjunni, fjögur rúm og frekar rúmgott.
Tokum fria farið niðri bæ og keyptum stuttbuxur og derhúfu á Arnar.
Borðuðum a brugghusinu hliðina hostelinu með hinu, krökkunum af surf namskeiðinu. Smökkuðum bjor og horfðum svo a hæfileika keppni a hostelinu, hula dans, beatbox og gitarspil.
Spjall fyrir utan tjöldin fyrir svefninn.
5. Feb
Vaknaði við knús og kossa frá Arnari a þessum fina afmælisdegi.
Þurftum að skipta um herbergi svo við tokum saman dotið okkar og skildum það eftir i geymslu meðan við forum niðra strönd að tana, fint veður og alltof girnilegar öldur svo við leigðum okkur bretti til að fara æfa okkur að surfa meira.
Svo byrjaði að eigna en það truflaði okkur litið, breyddum bara handklæðið yfir bakpokann okkar og heldum afram að leika okkur i öldunum, detta og drekka sjó.
Þegar öldurnar voru orðnar þeim mun stærri og við uppgefin að berjast i gegnum þær akvaðum við að fara til baka uppa hostel.
Allt dotið okkar rennandi blautt og við labbandi um bæjinn í bikiníi í rigningu, við erum jú frá Íslandi.
Loksins komumst við til baka i volga sturtu og hrein föt.
Slöppuðum af uppa hosteli, spjalla við krakkana tjilla.
Röltum niðrí bæ og borðuðum afmælisdinner a sushi train, 14 diskar af gúrme sushi!
Keyptum hvítvín og bjór og hittum folkið aftur uppá hosteli þar sem við drukkum með þeim.
Skelltum okkur a Cheeky Monkeys og dönsuðum þar chernobyl child uppá borðum fram eftir nottu.
Kebab og kók a leiðinni heim í grenjandi rigningu.
6. Feb
Vöknuðum i rolegheitum og pökkuðum saman dotinu okkar, erum nu a leiðinni til Nimbin í sma dagsferð
Yrsa &Arnar
- comments