Profile
Blog
Photos
Videos
12. Feb
Nýja sjáland tók á móti okkur með fullt af röðum a flugvellinu, ströngu tolleftirliti og serstKlega verið að fylgjast með skitugum skóm. Þetta hafðist samt allt saman og við komumst ut i rutu og uppa hotel.
Tjekkuðum okkur inn o 4 manna dorm herbergi, hentum draslinu fra okkur og forum ut i göngutúr og borða kebab i kvöldmatinn.
13. Feb
Vöknuðum 7:00 til að taka rútu tilk Rotorua, vorum komin þangað kl eitt.
Tjekk inn a næsta hostel og 8 manna dorm í þetta skiptið.
Fljót að panta okkur ferð í Zorb: maður er inni risa plastbolta með vatni inni og rúlarr niður brekku og veltist þar um og skellihlær.
Vorum sótt á hostelið eftir að hafa hlaupið og keypt okkur subway i hadegismat þar sem við vorum glorhungruð.
Skelltum okkur í bikiní og hoppuðum inní boltan superman style.
Fyrstu ferðinni vorum við tvö saman inní boltanum að rúlla niður beina brekku mjög gaman og hendur og fætur útumallt, seinni ferðin var aðeins öðruvísi, eins og mennsk þvottavél, vorum eitt í einu niður sikksakk brekku svo þarna var meira skopp og rúll útum allt.
Eftir þetta vorum við sátt og glöð skutlað aftur í bæinn.
Röltum næturmarkaðinn þarna sem var aðallega matarstallar og einn gaur að spila á gítar.
Kjúklingur í kvöldmat og heim a hótel í rólegheit.
14. Feb - valentínusardagur = activity day :)
Pikkuð upp 10:30 til að fara i argo adventure, þar var arnar búinn að kaupa vip passa til að fara í öll tækin þarna, byrjaði bara rólega í shweeb : liggur í röri og hjólar hring á hangadi teinum, eini staðurinn í heiminum þar sem til er svonabraut. Heimsetið að fara 3 hringi er 54,8 sek og ef þú náðir að slá það vannstu 1000 dollara, Arnar var ekki langt frá því þegar hann náði 1:00,8 og búinn á því í lærunum, Yrsa aumingi náði bara að taka hringinn á 1:07 og ég nota afsökunina að eg kunni ekki að skipta um gír á hjóli fyrir þessum slaka tíma.( en svona í alvöru voru gírarnir öfugir við venjuleg hjól svo það truflaði)
Arnar skellti sér næst á agro jet þar sem hann sigldi um vatnsbraut á jet Bát og reeyndi að skvetta a mig.
Næst var teygjustökkið og þa fyrst fór hjartað að slá, aðallega í mér þar sem ég var meira stressuð en hann var, alltof hrædd um hann.
En þarna fór hann upp í 43m bundinn á fótunum og stökk svo bara niður eins og ekkert væri, algjör klikkhaus!
Þegar hann var kominn heill niður aftur leið mer mun betur og gat andað léttar.
Hann átti bara eitt tæki eftir Swoop, bundinn í svefnpoka með hendurnar út dreginn upp í 43m og svo togaðiru í spotta og rólaðir fram og til baka á 180km/klst segja þeir að hraðinn sé.
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað ég að taka þátt í þessari vitleysu, dregin upp með Arnari og sá eftir því strax, að vera á leiðinnu hátt hátt uppí loft í tveimur vírum með lofthræðslu er ekkert sem ég mæli með, eeeeen þegar við róluðum svo af stað öskraði Arnar svo mikið ( djók það var ég) að ég gat ekki hugsað um hræðsluna bara geðveikina að fljúga um loftið með vindinn í andlitið og ekki klesst á jörðinni.
Eftirá semsagt mjög gaman !
Næst á dagskrá, klappa ljónsunga!
Fengum skutl að dýragarðinum sem var ekki nema 15 min keyrsla i burtu og við rosa spennt að sjá ljónin.
Þegar við komum i garðinn urðum við fyrir vonbrigðum, höfðum keypt mat til að geta gefið kengúrunum, þar sem það hafði verið svo frabært siðast en eftir rölt um flott uppsettan garð og mikið af upplýsingaskiltum um plönturnar fundum við 3 wallabies sem ekki var hægt að gefa mat því stort vatn var á milli og þurfti maður þess vegna að kasta til þeirra matnum, frekar glatað.
Eftir að hafa rölt hringinn var lítill broddgöltur það mest spennandi sem við höfðum séð.
Klukkan var korter i eitt og það hafði bara tekið okkur 30 min að ganga i gegnum garðinn svo við fórum í röðina til að fa að klappa ljónsunganum, vorum fyrst ínröðinni og biðum spennt.
Ljónið var 8 mánaða gamalt en samt alveg ágætlega stórt, mjúkur en skítugur feldur og bara frekar krúttlegur.
Röltum svo i afgreiðsluna til að fá að vita hvar við gátum tekið stræto til baka þar sem stúlkan í hostel afgreiðslunni sagði að við ættum að taka strætó eitt, en það hefur verið eitthvað rugl því við fengum að vita að þangað gengi enginn stræto, besti valkosturinn væri að hringja í "grumpys" fyrirtæki sem gæti sótt okkur og væri mun ódýrara en leigubíll. Eftir símtal þangað kom í ljós að þeir gátu ekki komið fyrr en eftir klukkutíma og kostaði 20 dollara á mann, okkur fannst það of dýrt og of löng bið þar sem við vorum svöng og ekkert hægt að borða þarna.
"Nei við röltum bara, þetta er ekkert svo langt." - heimsku ofur íslendingarnir sem geta allt.
3,5 klst síðar vorum við komin í bæinn, svöng og þyrst og uppgefin í fótunum.
Þar sem klukkan var orðin margt var komið að því að taka strætó á International Stadium Rotarua - við vorum búin að kaupa okkur miða á Rugby leik, Chiefs - Blues, heima lið Rotarua á móti Auckland.
43-19 Rotorua Chiefs í vil :) allir rosa glaðir, við gengum heim komum við í búð á leiðinni til að kaupa kvöldsnarl og morgunmat.
Liggjum nú dauðþreytt eftir daginn uppi í rúmi tilbúin að hvíla okkur og fara til Taupo á morgun, eina sem er eftir er að taka úr þurrkaranum og pakka ofaní tösku
Yrsa og Arnar
- comments
Andrea Rós Haha hefði viljað sjá Arnar í bikiníi ;)