Profile
Blog
Photos
Videos
10. Feb
Röltum i att að Sydney opera house, þegar við komum þangað vorumvið meira hrifin af brúnni en óperuhúsinu.
Tókum stræto til baka að central station þar sem við borðuðum kvöldmat á MadMex góður mexíkóskur staður, tókum strætó heim og spjölluðum við herbergisfélagana áður en við fórum að sofa.
11. Feb
Vakna, pakka, og svo rölt í garð hérna nálægt þar sem við lékum okkur í öllum leiktækjunum og tjilluðum. Settumst á kaffihús til að skoða gistingu fyrir Fiji, aðeins of mikið af flottum stöðum í boði en yfirleitt er það svona þú borgar fyrir lúxusinn staðir sem líta best út. Fundum að lokum stað sem var ekki of dyr en samt ekki i dorm herbergi.
Hlustuðum á hljóðbókina Hyldýpið og slöppuðum af. Ódýr pizza í kvöldmatinn og spjall við herbergisfelagana, tvær stelpur frá kanada að byrja ferðina sína um ástralíu.
12. Feb
3:50 ræs, í föt, banani og epli i morgunmat og svo strætó að lestarstöðinni og elstin áfram a flugvölliinn. Mætt timalega og engar raðir og allt gekk rosa hratt fyrir sig.
Kaffi og ís í morgunkaffi meðan við bíðum eftir fluginu okkar áfram til nýja sjalands.
Yrsa & Arnar
- comments