Profile
Blog
Photos
Videos
Hae hae!!
Allt rosa gott ad fretta af okkur. Erum samt alveg komnar med uppi kok af Egyptum og munum mogulega kyrkja naesta mann sem krefst thess ad fa thorfe fyrir thad eitt ad vera til! Hofum aldrei lent i odru eins. Vorum i sakleysi okkar ad rolta um baeinn daginn sem vid komum thegar random Egypti benti a random safn og heimtadiu svo 'tips' fyrir! Fyrir utan ad ferdamenn fa serstakan okurpris a allt sem madur gaeti mogulega langad til ad borda/drekka/vera i/etc, ofan a thad baetist vid 'servicefee' og ofan a thad er aetlast til ad madur gefi thjorfe. Subbsubb!!!
En alla vega. Vorum komnar hingad eldsnemma eftir naeturflugid fra Bangkok og akvadum ad reyna a almenningsamgongu-haefnina og koma okkur a 'the perfect hostel' (actually het thad) an hjalpar leigubils. Vorum med frekar slaemar leidbeiningar af netinu um hvernig best vaeri ad athafna sig en treystum a innsaeid. Byrjudum a ad finna forlata rutu sem kom okkur nidri midbae, thar fundum vid metro sem kom okkur a retta stod og thar var okkur aetlad ad finna 'mini-van', segja bilstjoranum ad vid vildum fara a Oroppa hotel og treysta a ad hann gerdi slikt. Virkadi ekki traustvekjandi en vid akvadum ad gefa thessu sens. 15minutum seinna var okkur hent ut fyrir framan Europa hotel, og thegar vid reyndum ad tja bilstjoranum (og ollum odrum naerstoddum) ad europa og oroppa gaeti omogulega verid sama hotelid hristi hann bara hofudid og keyrdi burt. Eftir gongutur (upp og nidur somu gotuna, folk benti okkur stanslaust, ad vid teljum viljandi, i vitlausa att) fundum vid loks mann sem vissi hvar gata fullkomna hotelsins var (Europa og Oroppa var sem sagt sama hotelid, gaman ad thvi). Fundum gotuna, fundum retta husid en hvergi skilti um ad hotel vaeri stadsett inni thvi. Akvadum samt ad kikja inn thar sem vid maettum mjog aestri konu sem ekki skyldi ord i ensku. Thegar vid vildum ekki gefa okkur og fara (sem hun augljoslega vildi ef likamstjaning er eitthvad til ad fara eftir) klongradist hun upp stigann a eftir okkur og nadi i enskumaelandi ibua sem tjadi okkur ad 'hostel perfect ' hefdi lokad fyrir morgum manudum! Gledifrettir thad. Forum threyttar og skapstirdar inna fyrsta kaffihus sem vid fundum, radfaerdum okkur vid 'einmana planetu' og tokum bil a 'african hostel' sem reyndist vera til (allt sem vid bidjum um nuna), tekkudum okkur inn og svafum svo i marga marga marga tima.
Daginn eftir voknudum vid uthvildar og moskitobitnar, tilbunar i hvad sem var. Eyddum fyrsta deginum i ad rolta um Cairo, kikja a Khan el-Khalili (islamskur markadur) og segja takk a 3 sekundna frest (allt karlkyns Cairo baud okkur velkomnar og fell i stafi yfir storkostlegri fegurd okkar, med tilheyrandi ohljodum og stunum). Daginn eftir var komid ad pyramidaskodun. Skodudum marga marga pyramida, forum i 2klst a kamelbak (gengum um eins og niraedar naestu 2 daga en vel thess virdi) og laerdum allt um gerd papyrus. Ef ekki vaeri fyrir thjorfeskrofu allra Egypta hefdi thetta verid naer fullkominn dagur! Dagur 3 for svo i laaangan gongutur og i ad storma ur hverri budinni a faetur annarri, brjaladar yfir 'absurd' verdinu sem okkur veslings turistum var aetlad ad greida. Hofum vegna thessa bordad serlega litid sidan vid komum til Egyptalands.
Um kvoldid tokum vid naeturlest til Aswan, fyrsta farrymi meira ad segja (ferdamenn mega einungis ferdast um i fyrsta farrymi her). Attum mida til Luxor en eftir samtal vid hostelmenn akvadum vid ad reyna ad breyta theim og fara til Aswan fyrst. Okkur var sagt ad thad vaeri litid mal, thyrftum bara ad tja lestarverdinum thad og borga smavegis a milli. Vorum thvi bjartsynar a thetta allt thegar vid komum inni lestina. Fundum okkar klefa sem innihelt 2 toskur. Eftir 5min for lestin af stad, en ekki boladi a eiganda taskanna svo vid bidum rolegar eftir lestarverdinum. Thegar lestarvordurinn (eda Georg eins og vid kjosum ad kalla hann) maetti a svaedid sogdum vid honum kurteisislega ad einhver hefdi ovart skilid eftir toskurnar sinar i okkar klefa. Georg horfdi a okkur an thess ad syna nein svipbrigdi og krafdist thess ad sja midana okkar. Vid rettum honum tha og minntumst aftur a toskurnar (gerdum rad fyrir heyrnarskerdingu og ad endurtekningar vaeri thorf). Georg syndi aftur engin vidbrogd, sneri baki i okkur og for ad naesta klefa og bad manninn thar um mida. Okkur fannst augljost ad Georg vaeri omalfaer a ensku og badum thvi nagrannann um hjalp sem thyddi thad sem vid sogdum. Georg fnussadi, sneri ser aftur ad okkur og heimtadi aftur midana okkar. Letum hann fa tha, en thad naegdi ekki thvi tha vildi hann fa 'copy-in' af midunum okkar sem hann sjalfur var med i hendinni. Thar sem vid vorum ofaerar um ad hjalpa honum gerdum vid ekkert, bara bidum sem gerdi hann enn reidari. Eftir ad hafa grandskodad midana (og copy-in sem hann hafdi uppa i hinni hendinni) hrifsadi hann til sin oskilatoskurnar og aetladi ad aeda ut. En thad hentadi ekki okkar plonum thar sem vid thurftum ad breyta midunum svo vid reyndum ad fa nagrannann til ad thyda aftur fyrir okkur. Thad voru mistok. Georg vard alveg snar, aepti a okkur ad lata adra farthega vera (a fullkominni ensku btw) og sagdi ad engum midum yrdi breytt, vid hefdum keypt thessa mida and 'thats' that'. I afalli yfir thessum heldur sterku vidbrogdum horfudum vid inni klefa. Nagranninn, kom yfir til ad spyrja hvort allt vaeri i lagi og vid sogdum honum ad vid maettum alls ekki tala vid hann (Georg enn i heyrnarfaeri) lestarverdinum likadi thad ekki. Georg aeddi tha aftur yfir, enn reidari en adur og aepti ad hann einn baeri abyrgd a thessum vagni, og 4 vognum allt i allt (trod 4 fingrum framan i okkur til aherslu) og ad hann yrdi ad vera i stjorn, nu vaeri nog komid af thessu, hann thyrfti ad fara ad elda! Sjodandi illar, settumst vid nidur og toludum illa um thennan alltof skapstora lestarvord. 10 min seinna maetti Georg med matinn (afar snoggur kokkur thad) og vid sendum honum badar baneitrad augnarad. Hann hins vegar brosti sinu blidasta og spurdi undrandi hvi vid vaerum ekki katar. Vid tjadum honum ad vid vaerum osattar vid hversu donalegur hann hefdi verid. Hann kannadist ekkert vid slikt, svo vid utlistudum donaskapinn nanar. Tha brosti Georg enn breidar og sagdi ad thetta vaeri allt saman miiiisskilningur. Hann hefdi ekki svarad okkur med farangurinn vegna thess ad hann baeri abyrgd a 4 (aftur trod hann 4 fingrum framan i okkur til aherslu) vognum og audvitad maettum vid breyta midunum og fara til Aswan, og thad an thess ad borga neitt meir. Svo hlo hann gervihlatri, ykti brosid enn meir og let sig hverfa. Vid bidum spenntar eftir ad sja hvada Georg myndi koma og taka matarbakkana fra okkur, fannst alveg jafnliklegt ad hann kaemi inn oskrandi reidur. En hann kom jafn ofsalega brosandi inn ad saekja bakkana og taka nidur kaffi/te pontun morgunverdarins. Afskaplega spes madur. Daginn eftir sleppti Georg thvi hins vegar viljandi ad gefa okkur morgunmat (innifalid i midaverdi). Allir i kringum okkur voru komnir med morgunmat svo ad vid neyddumst til ad minna hann a tilvist okkar. Hann brast vid med mikilli undrun, hafdi ekki grunad ad vid vildum morgunmat og sagdist koma eins og skot. Thegar hann svo loksins kom virti hann okkur fyrir ser og sagdi :'still alive?'. Fengum strax a tilfinninguna ad hann hefdi eitrad matinn kvoldid adur og thokkudum okkar saela fyrir ad hafa varla snert hann (serlega ogirnilegur). Thegar vid vorum naestum komnar til Aswan kom Georg svo i aukaheimsokn til okkar til ad tja okkur ad ef okkur langadi ad gefa honum thjorfe, hann hafdi nu eftir allt saman ekki latid okkur borga aukalega fyrir ad fara lengra med lestinni, tha vaeri hann til i ad taka vid thvi. Vid minntum kallinn a ad thad vaeri ekkert mal ad borga thad sem vantadi en hann vildi ekki heyra a thad minnst, sagdi ad hann vaeri alveg buinn ad redda thessu, buinn ad segja ollum i lestinni ad vid vaerum blafataekar og hefdum bara ekki efni a midum alla leid. Vorum ekkert ofsalega leidar thegar vid yfirgafum lestina, einhverjum pundum fataekari (gafum Georg thjorfe, hann hafdi alla vega skemmtanagildi).
Thegar til Aswan var komid reyndum vid ad komast strax a 'felucca' bat (litill seglbatur) til ad sigla a Nil til Luxor, en thad var enginn moguleiki ad redda thvi fyrr en daginn eftir. Eyddum thvi deginum i ad rolta um baeinn og lata fefletta okkur a adalmarkadinum. Voknudum ferskar daginn eftir, tilbunar i siglingu. Attum ad vera partur af 8 manna hopi, og bundum miklar vonir vid ad hinir 6 vaeru allir ohemjuskemmtilegir. Fyrsta sem vid saum thegar nidur a hofn var komid var hopur af 1000ara gomlum Egyptum. Eftir nett taugaafall fengum vid a hreint ad thetta vaeru ekki ferdafelagar okkar svo vid tokum gledi okkar a ny, thratt fyrir ad hopurinn sem vid vorum settar i vaeri adeins staerri en lofad hafdi verid. Vid vorum allt i allt 12 og tha voru kapteininn og hjalparmadur hans (Mustafa) ekki medtaldir. Krossudum fingur um ad baturinn myndi ekki sokkva, (mjog oliklega bjorgunarvesti fyrir alla) og letum ferja okkur yfir i skutuna. Eftir 20min siglingu fannst kapteininum nog komid, nam stadar, rak okkur oll af 'feluccunni' og hof ad undirbua hadegismatinn handa okkur (sa undirbuningur folst adallega i kedju-hassreykingum hja honum). Thegar vid spurdum hvort eitthvad vaeri ad gera a stoppistadnum var okkur bent a ad ganga yfir i thorp sem var tharna rett hja, thad vaeri alveg frabaert ad vera thar. Svo ad allur hopurinn skellti ser i thorpid, med haar hugmyndir um bjor, vin og helst eitthvad sterkara. Thorpid var skelfing! Fyrst var okkur droslad inna eitthvad sem vid teljum ad hafi att ad vera safn (okkur fannst tho liklegra ad thad vaeri verid ad selja okkur i thraelabudir, allt mjog 'creepy'). Thegar 'safnstjorinn' leit undan skutumst vid ut af safninu og roltum um thorpid. Saum: 4 born sem sungu fyrir okkur a medan thau reyndu ad stela ur toskunni hennar Heidu, 2 dauda uppstillta ketti, nokkur hus fyllt upp i loft af rusli. Akvadum ad thetta vaeri ordid adeins of hryllingsmyndalegt og forum aftur uppi bat. Fljotlega kom i ljos ad kapteinninn hafdi ekki hugsad ser ad sigla neitt meir thennan dag. Vorum thvi latin hanga tharna allan daginn og kvoldid, fengum mjoog takmarkadan mat og 'felucca' er ekki thaegilegur svefnstadur. Ona allt thetta var folkid sem var med okkur a batnum ad mestu leyti storfurdulegt. 'Goopi' (whoopi Goldberg+gobyfiskur), kona fra vesturstrond Afriku for thar fremst i flokki, gjorsamlega oskiljanleg, hrikaleg laeti i henni alltaf og hun mundi EKKERT sem vid hana var sagt lengur en 3 sekundur.
Voknudum naesta dag eftir vaegast sagt othaeginlega nott (ona serlega othaegilegar svefnadstaedur hraut Goopi hatt alla nottina) og allir voru vaegast sagt osattir vid hvad Nilarsiglingin innihelt litla siglingu. Eftir halfgerda uppreisn helming farthega neyddist kapteinninn til ad sinna starfi sinu og um hadegi vorum vid aftur komin a flot. Sigldum sem betur fer mest allan seinni daginn sem hefdi getad verid notalegt ef kapteinninn hefdi ekki songlad frumsamid lag og texta klukkutimum saman og heimtad thattoku allra farthega. Textinn var eitthvad a thessa leid: 'Everybody's happy, Everybody's singing, Everybody's smoking, smoking marijuana'. Dasamlegt! Nott 2 var hins vegar ollu verri en nott 1. Vorum allar lurkum lamdar eftir fyrri nottina sem gerdi seinni nottina half obaerilega og til ad toppa allt tha 'upgreidadi' Goopi hroturnar uppi ogurleg stridsoskur (steinsofandi). Vid hin voknudum oll vid thann havada, handviss um ad sjoraeningjafelucca vaeri ad radast a okkur. Eftir endalaust langt garg (sem einhverjir kolludu song) thagnadi kellingin sem betur fer og vid nadum sona halftima svefni i vidbot. Daginn eftir sigldum vid i nokkra tima og tokum svo rutu til Luxor. Rutubilstjorinn var gjorsamlega vanhaefur og ad ollum likindum langt fra thvi ad teljast heill a gedi. Hann ok a ofsahrada allan timann a medan hann argadi i simann og at hadegismatinn sinn. Hann leit afar sjaldan a veginn og var naestum buinn ad drepa okkur oll thegar hann uppgotvadi ad hann var naer bensinlaus og tok snarpa u-beygju thratt fyrir ad bilar nalgudust a miklum hrada ur badum attum. Vorum mjog thakklatar fyrir ad hafa komist lifandi til Luxor.
Gerdum litid thad sem eftir var dags en daginn eftir leigdum vid okkur hjol og forum ad skoda 'Valley of the kings' og fleira markvert. Tokum svo naeturlestina tilbaka til Cairo (thvi midur var Georg hvergi sjaanlegur) og erum nu bunar ad eyda sidustu 2 dogum i ad koma myndunum okkar a netid. Eins gott ad allir kunni ad meta thad! Bara nokkrir timar i flug til Tanzaniu, mikill spenningur i gangi hja okkur:)
Knus a klakann
S&H
- comments